Hlutu tæpa milljón í stuttmyndahugmyndakeppni í Cannes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. maí 2015 15:25 Anna Sæunn, Eva Sigurðardóttir, Þóra Hilmarsdóttir, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sem mun sjá um búninga og leikmynd. „Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15
Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15