99 ástæður til byltingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2015 22:14 „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir skipuleggjandi. VISIR/VALLI „Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Það er mjög eldfimt ástand í þjóðfélaginu, fólk hefur þörf fyrir að fá rödd sína heyrða og við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli á morgun. Alls hafa liðlega 6000 manns boðað komu sína á mótmælin en Sara telur þann mikla fjölda útskýrast af gríðarlegri óánægju í samfélaginu.Mótmælendur hafa í það heila greint frá 99 ástæðum sem réttlæta byltingu.„Þessi ólga virðist liggja í öllum hornum, krókum og kimum samfélagsins. Það eru harðar launadeilur í gangi, það er brotið gegn rammáætlun í hvívetna, stjórnvöld eru að valda óafturkræfum skaða á daglegum basís og ástandið er einfaldlega mjög eldfimt,“ segir Sara og bendir á að á Facebook-síðu mótmælanna hafi fólk tilgreint 99 ástæður fyrir byltingu. Þrátt fyrir að mótmælin hafi enga formlega yfirskrift segir Sara að krafan sé skýr – að núverandi ríkisstjórn fari frá völdum. „Þó svo að það sé kannski ekki raunsætt þá eru það samt okkar skýlausu skilaboð sem og krafan um gagngerar kerfisbreytingar. Því þó svo að það komi nýtt fólk inn þá er kerfið sem við búum við ennþá meingallað. Það er er ekkert verið að gera í þessum málum og það þarf aktíva vinnu til að breyta því,“ segir Sara. Mótmælunum, sem hefjast klukkan 17 á morgun, verður stýrt af Söru en auk hennar munu þrír ræðumenn taka til máls og þá verða einnig tónlistaratriði til að brjóta upp dagskrána. Sara hvetur fólk að koma með lykla eða hvað það sem fólk telur geta myndað hávaða og að klæða sig vel, það sé spáð hráslagalegu veðri; sjö stiga hita og súld. „Smá rigning ætti ekki að stöðva byltinguna,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira