NBA: 40 ára bið á enda hjá Golden State Warriors | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 08:11 Stephen Curry lyftir bikarnum fyrir sigurinn í Vesturdeildinni. Vísir/Getty Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira