Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónssin skrifar 11. maí 2015 16:30 Janus Daði Smárason. Vísir/Stefán Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Haukarnir, sem enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar, hafa spilað liða best í úrslitakeppninni og unnið alla sjö leiki sína. Vinni þeir í kvöld verður það í fjórða sinn sem liði er sópað í lokaúrslitunum. Haukar hafa unnið leiki sína í úrslitakeppninni með fjórum mörkum að meðaltali. Haukarnir hafa skorað 186 mörk í leikjunum sjö (26,6) og fengið á sig aðeins 156 (22,3). Janus Daði Smárason er markahæsti leikmaður Hauka í lokaúrslitunum með 11 mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Janus hefur alls skorað 37/10 mörk í úrslitakeppninni, fimm mörkum minna en annar Selfyssingur, Árni Steinn Steinþórsson, sem er markahæstur Hauka í leikjunum sjö í úrslitakeppninni. Janus Daði hefur nýtt 11 af 19 skotum sínum í leikjunum tveimur á móti Aftureldingu en hann skoraði meðal annars sigurmarkið í fyrsta leiknum í Mosfellsbænum. Örn Ingi Bjarkason er langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 47/8 mörk, þar af 10 í úrslitaeinvíginu. Örn Ingi skoraði 9 af 10 mörkum sínum í fyrsta leiknum. Örn Ingi er hins vegar tveimur mörkum á eftir Sturlu Ásgeirssyni, hornamanni ÍR, sem er markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar 2015 með 49/26 mörk. Örn Ingi þarf því þrjú mörk til að verða markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar í ár en fleiri gætu blandað sér í baráttunni takist Mosfellingum að vinna í kvöld og framlengja lokaúrslitin.Markahæstu leikmenn lokaúrslitanna 2015: Janus Daði Smárason, Haukum 11/2 Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu 10/4 Árni Steinn Steinþórsson, Haukum 9 Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu 7 Einar Pétur Pétursson, Haukum 5 Adam Haukur Baumruk, Haukum 5 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu 4 Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu 4 Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu 3 Gunnar Þórsson, Aftureldingu 3/1 Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum 3 Elías Már Halldórsson, Haukum 3 Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 3 Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum 3Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015: Sturla Ásgeirsson, ÍR 49/26 Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu 47/8 Árni Steinn Steinþórsson, Haukar 42 Janus Daði Smárason, Haukar 37/10 Björgvin Hólmgeirsson, ÍR 33 Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR 32 Pétur Júníusson, Aftureldingu 31 Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Haukarnir, sem enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar, hafa spilað liða best í úrslitakeppninni og unnið alla sjö leiki sína. Vinni þeir í kvöld verður það í fjórða sinn sem liði er sópað í lokaúrslitunum. Haukar hafa unnið leiki sína í úrslitakeppninni með fjórum mörkum að meðaltali. Haukarnir hafa skorað 186 mörk í leikjunum sjö (26,6) og fengið á sig aðeins 156 (22,3). Janus Daði Smárason er markahæsti leikmaður Hauka í lokaúrslitunum með 11 mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Janus hefur alls skorað 37/10 mörk í úrslitakeppninni, fimm mörkum minna en annar Selfyssingur, Árni Steinn Steinþórsson, sem er markahæstur Hauka í leikjunum sjö í úrslitakeppninni. Janus Daði hefur nýtt 11 af 19 skotum sínum í leikjunum tveimur á móti Aftureldingu en hann skoraði meðal annars sigurmarkið í fyrsta leiknum í Mosfellsbænum. Örn Ingi Bjarkason er langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 47/8 mörk, þar af 10 í úrslitaeinvíginu. Örn Ingi skoraði 9 af 10 mörkum sínum í fyrsta leiknum. Örn Ingi er hins vegar tveimur mörkum á eftir Sturlu Ásgeirssyni, hornamanni ÍR, sem er markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar 2015 með 49/26 mörk. Örn Ingi þarf því þrjú mörk til að verða markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar í ár en fleiri gætu blandað sér í baráttunni takist Mosfellingum að vinna í kvöld og framlengja lokaúrslitin.Markahæstu leikmenn lokaúrslitanna 2015: Janus Daði Smárason, Haukum 11/2 Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu 10/4 Árni Steinn Steinþórsson, Haukum 9 Elvar Ásgeirsson, Aftureldingu 7 Einar Pétur Pétursson, Haukum 5 Adam Haukur Baumruk, Haukum 5 Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu 4 Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu 4 Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu 3 Gunnar Þórsson, Aftureldingu 3/1 Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum 3 Elías Már Halldórsson, Haukum 3 Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 3 Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum 3Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015: Sturla Ásgeirsson, ÍR 49/26 Örn Ingi Bjarkason, Aftureldingu 47/8 Árni Steinn Steinþórsson, Haukar 42 Janus Daði Smárason, Haukar 37/10 Björgvin Hólmgeirsson, ÍR 33 Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR 32 Pétur Júníusson, Aftureldingu 31
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira