Patrekur: Draumur að enda á þennan hátt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 11. maí 2015 22:23 Patrekur Jóhannesson varð loksins Íslandsmeistari í kvöld eftir langa bið. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana.Sjá einnig: Fullkomin úrslitakeppni Hauka. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukanna, var eins og gefur að skilja afskaplega stoltur og ánægður með sína menn - Íslandsmeistarana.Sjá einnig: Fullkomin úrslitakeppni Hauka. „Ég átti nú ekki von á að því að vinna alla leikina í úrslitakeppninni, þó svo að maður fari í hvern leik til að vinna andstæðinginn,“ sagði Patrekur. „Við settum stefnuna hátt og ég átti alveg von á því að við gætum farið alla leið. En ég átti ekki endilega von á þessu.“ Hann neitar því ekki að það hafi verið afar sætt að vinna titilinn nú eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn ÍBV í fyrra. „Það er frábært og við eigum það líka skilið. Við vorum bestir yfir allt tímabilið í fyrra eins og Valur og Afturelding voru núna. En nú vinnum við sannfærandi og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segir að það komi margt til sem stuðli að velgengni liðsins í úrslitakeppninni. Hann segir mikilvægt að menn hafi aldrei farið á taugum. „Það voru meiðsli og annað sem hefðu getað slegið okkur út af laginu. En svo skipti bara heilmiklu máli að klæðast þessari rauðu Haukatreyju. Við þurftum bara ákveðinn tíma til að stilla strengina eftir erfitt haust og við urðum mjög þéttir eftir áramót.“ „Við erum svo með frábæran formann, Þorgeir Haraldsson, sem á stóran þátt í því hvernig þessi handboltaklúbbur er hjá Haukum.“ Patrekur var nánast búinn að nota öll lýsingarorð sem hægt er um markvörðinn Giedrius Morkunas, sem hefur verið stórbrotinn í úrslitakeppninni og afgreitt marga leiki nánast upp á sitt einsdæmi. „Ég endurtek mig bara - þeir sem sinna þessu geta orðið sigurvegarar. Nú erum við sigurvegarar í dag og Giedrius á þátt í því. Hann er frábær einstaklingur og frábær markvörður.“ „Það er draumur fyrir mig persónulega að geta endað dvöl mína í Haukum á þennan hátt. Það er hörkumál að vera með tvö topplið og nú einbeiti ég mér að Austurríki til ársins 2020. Svo stefni ég á að fara til Þýskalands. Það getur verið að ég þjálfi aftur á Íslandi en það verður þó allavega ekki í bráð.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Janus Daði markahæstur í lokaúrslitunum Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í þriðja leik liðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 11. maí 2015 16:30
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita