Hver er þessi Matthew Dellavedova? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Matthew Dellavedova. Vísir/Getty Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington. NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington.
NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10
Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30
NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30