Winston tekinn fyrstur þrátt fyrir vandræðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 12:45 Jameis Winston var með fjölskyldu sinni í gær þegar nýliðavalið fór fram. Vísir/Getty Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því. NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira
Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því.
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira