Nýi þjálfarinn talar vel um Söru og keppnisskapið hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 16:30 Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins