Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 19:20 Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015 Íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira
Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015
Íþróttir Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira