Bergsveinn: Ég er Fjölnismaður með Fjölnishjarta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 09:30 Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00