Vilja hærri bónusa en þingmaður segir það galið Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira