Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís var að vonum ánægð eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marínó „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira