Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 12. apríl 2015 23:08 Spieth fagnar sigrinum á Augusta Getty Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Nafnið sem var á allra vörum fyrir lokahringinn á Masters sem leikinn var í kvöld var nafn Jordan Spieth en hann hafði unnið hug og hjörtu golfáhugamanna víða um veröld með stórkostlegri frammistöðu á fyrstu þremur hringjunum í þessu fyrsta risamóti ársins. Spurningunni um hvort að pressan myndi ná til hans á lokahringnum var svarað strax á fyrstu þremur holunum sem hann lék á tveimur undir pari og náði með því að halda forskoti sínu á Justin Rose og Phil Mickelson í fjórum höggum. Spieth var því kominn á 18 högg undir pari og hann hélt þeirri tölu allt til enda, sem dugði þessum 21 árs kylfingi til þess að uppfylla æskudraum sinn og sigra á sjálfu Masters mótinu. Hann er jafnframt næst yngsti kylfingur sögunnar til þess að sigra á Masters á eftir Tiger Woods. Woods gerði ágætt mót á Augusta National í ár í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina en hann endaði í 17. sæti á fimm höggum undir pari og sýndi oft á tíðum að stutta spilið hans hefur tekið miklum framförum á meðan að hann hefur verið í fríi frá keppnisgolfi. Justin Rose og Phil Mickelson deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari en Rory McIlroy kom á eftir þeim í fjórða sæti á 12 höggum undir pari eftir frábæran lokahring.Slær ekki langt en er eins og galdramaður í kring um flatirnar Lykillinn að sigri Spieth var klárlega frammistaða hans á flötunum en enginn kylfingur púttaði jafn sjaldan og hann í mótinu. Þá er Spieth ekki einn af þeim högglengri á PGA-mótaröðinni en hann bætti upp fyrir það með hárnákvæmum innáhöggum trekk í trekk. Spieth hefur sigrað á tveimur af síðustu fjórum atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í og endað í öðru sæti í hinum tveimur. Hann virðist því vera ótrúlegu formi þessa dagana, sem minnir óneytanlega á yfirburði Tiger Woods þegar að hann var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug.
Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira