Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 24-20 | Loks sigur hjá ÍR Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Austurbergi skrifar 8. apríl 2015 09:21 ÍR er komið í 1-0 forystu gegn Akureyri í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla efti sigur í Breiðholtinu í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan ÍR, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð og ekki unnið leik í rúman mánuð, var með undirtökin frá upphafi. Það var þó mjótt á munum lengst af en Svavar Ólafsson fór mikinn í marki heimamanna gegn slappri sókn gestanna. ÍR gerði nóg í sínum sóknarleik til að vinna leikinn og náði að síga fram úr á lokamínútunum. Björgvin Hólmgeirsson var aftur mættur í lið ÍR eftir að hafa misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Hans krafta naut við í um stundarfjórðung en á þeim tíma náði hann að skora þrjú mörk og leggja upp nokkur önnur. ÍR náði þá að byggja upp forystu sem nýttist ÍR-ingum allt til loka leiksins. Akureyringar hertu varnarleikinn eftir því sem leið á leikinn og fór Björgvin af velli eftir að hafa einmitt fengið byltu eftir átök við varnarmann gestanna. Gestirnir keyrðu sinn leik áfram á baráttu, bæði í vörn og sókn. Varnarlínan stóð sína vakt ágætlega og framan af nýttust hornin vel og þeir Kristján Orri og Heiðar Þór klikkuðu varla á skoti. Að öðru leyti gekk sókn gestanna út á að hnoða boltanum inn á teig og fiska víti ef markið kom ekki. Það gaf góða raun og Akrueyringar náðu að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. En það var líka hugur í ÍR-ingum og tók Sturla skot af eigin vallarhelmingi þegar örfáar sekúndur voru eftir. Kristján Orri fór fyrir skotið og var fótur dæmdur. Kristján Orri fékk brottvísun og bekkurinn líka hjá Akureyri fyrir mótmæli Atla Hilmarssonar þjálfara. Daníel Ingi Guðmundsson skoraði þar að auki úr aukakastinu sem dæmt var og héldu ÍR-ingar því til búningsklefa með eins marks forystu. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en þrátt fyrir fjarveru Björgvins náði ÍR að halda dampi í sínum sóknarleik og munaði þar miklu um framlag Arnars Birkis, skyttu ÍR, sem skilaði sínum mörkum á meðan að skyttur Akureyringa áttu afar erfitt uppdráttar, rétt eins og í fyrri hálfleik. ÍR-ingar stóðu áfram í þéttri 6-0 vörn sem gestirnir leystu ekki jafn vel og í fyrri hálfleik. Svavar Ólafsson hélt einnig áfram að verja fyrir aftan góða vörn ÍR og skilaði frábærum tölum, 18 vörðum skotum og 55% hlutfallsmarkvörslu. Hann og Arnar Birkir drógu vagninn fyrir ÍR í kvöld en fleiri lögðu hönd á plóg, ekki síst í varnarleiknum. Akureyringar geta mun betur en þeir sýndu í kvöld en ljóst er að þeir þurfa að stórbæta sóknarleikinn hjá sér til að eiga möguleika í seríunni. Þeir hafa þó aðeins tvo daga til að finna lausnir fyrir næsta leik, sem verður á Akureyri á föstudagskvöld.Bjarni: Áhættan borgaði sig Bjarni Fritzson var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld og er liðið komið í góða stöðu í einvígi sínu gegn Akureyri. „Við vorum með yfirhöndina allan tímann sem var mikilvægt enda komu þeir með sín áhlaup,“ sagði Bjarni eftir leikinn í kvöld. „Vörnin okkar góð og það komu mikilvæg augnablik í síðari hálfleik sem við nýttum okkur vel.“ Hann hrósaði sóknarleik sinna manna og sagði að vinna síðustu vikna væri að skila sér. „Sóknin var góð og ég er mjög ánægður með strákana. Þeir voru að gera vel, tóku skynsamlegar ákvarðanir og skiluðu þessu vel af sér. Ég er hrikalega ánægður með þá,“ sagði hann. „Það var svo skemmtileg áhætta að kýla á 6-0 vörn í fyrsta sinn í vetur hjá okkur og það hefur sjálfsagt komið þeim talsvert á óvart. Jón Heiðar og Davíð voru hriklega öflugir í þristunum og Svavar tók svo mikilvæg skot á síðasta korterinu sem gaf okkur mjög mikið.“ Þetta var fyrsti sigur ÍR síðan í byrjun mars en þrátt fyrir það segir Davíð að hann hafi tekið eftir stíganda hjá sínum mönnum. „Síðustu tveir leikir hafa verið fínir hjá okkur. En við höfum misst nokkra menn og það tekur tíma að púsla því saman aftur og fá rútínuna aftur í gang. Mér finnst að við höfum náð að finna taktinn á ný og gott að geta tekið næsta skref og unnið í dag.“ Hann vissi ekki hvernig staðan væri á Björgvini sem spilaði fyrsta stundarfjórðunginn í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í fæti og misst af síðustu leikjum. „Hann gaf okkur þrjú mörk í dag og byrjaði af miklum krafti. En við eigum fleiri menn í þessari stöðu og við verðum bara að sjá til hvort að Björgvin geti spilað eitthvað meira með okkur.“Atli: Mér fannst þetta rangur dómur Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir að hans menn hafi einfaldlega ekki spilað nógu vel gegn ÍR í kvöld. Niðurstaðan var fjögurra marka tap. „Við vorum ekki góðir í dag og komumst aldrei almennilega í gang. Við eigum fullt inni, bæði í vörn og sókn. Það féll fullmikið með þeim í dag,“ sagði Atli sem sagði að sóknarleikurinn hafi brugðist í dag. „Þar að auki fengum við ódýr mörk á okkur og nýttum illa tækifæri sem við fengum í yfirtölu og annað slíkt. Vörnin var að standa ágætlega en samt gekk illa að refsa þeim með hraðaupphlaupum.“ „Við höfum sýnt í síðustu leikjum að við getum spilað mun betur en við gerðum í kvöld og við verðum að framkalla það aftur. Nú er að duga eða drepast á föstudaginn og ekkert annað að gera en að treysta á okkur sjálfa og okkar fólk.“ Umdeilt atvik átti sér stað í lok fyrri hálfleiks er Kristján Orri Jóhannsson fékk brottvísun fyrir að verja skot með fætinum. Kristján Orri fékk brottvísun og Atli líka fyrir mótmæli. Til að bæta gráu á svart skoruðu ÍR-ingar úr aukakastinu sem var tekið eftir að leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. „Það er í raun óafsakanlegt hjá mér og algjör óþarfi. Mér fannst þetta samt rangur dómur. Mér fannst Kristján hlaupa bara fyrir skotið og fá boltann í sig. Ég get ekki annað séð en að hann hafi bara stigið í löppina og fengið skotið í sig. Þess vegna var ég svona ósáttur.“ „En kannski sá ég þetta vitlaust. Það verður bara að koma í ljós.“Arnar Birkir: Gaman að vinna aftur Skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson var drjúgur fyrir ÍR í kvöld, sérstaklega á lokakaflanum þegar ÍR náði að síga fram úr gestunum frá Akureyri. „Það var mjög gott að fá Jón Heiðar og Björgvin aftur inn. Ég hefði þó auðvitað hafa Björgvin aðeins lengur inn á,“ sagði Arnar Birkir og brosti en hann skoraði sex mörk fyrir ÍR í kvöld. „Við spiluðum boltanum betur og leituðum að betri færum. Það var meiri yfirvegun hjá okkur og það skilaði miklu.“ „Þetta hefur verið hörmulegt hjá okkur í 4-5 leikjum og það er gott að vinna aftur. Ég var búinn að gleyma hvernig sú tilfinning var,“ segir hann. „En við erum ekki hættir og ætlum að mæta dýrvitlausir til leiks á föstudaginn.“Bjarni Fritzson.Vísir/ErnirVísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira
ÍR er komið í 1-0 forystu gegn Akureyri í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla efti sigur í Breiðholtinu í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan ÍR, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð og ekki unnið leik í rúman mánuð, var með undirtökin frá upphafi. Það var þó mjótt á munum lengst af en Svavar Ólafsson fór mikinn í marki heimamanna gegn slappri sókn gestanna. ÍR gerði nóg í sínum sóknarleik til að vinna leikinn og náði að síga fram úr á lokamínútunum. Björgvin Hólmgeirsson var aftur mættur í lið ÍR eftir að hafa misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Hans krafta naut við í um stundarfjórðung en á þeim tíma náði hann að skora þrjú mörk og leggja upp nokkur önnur. ÍR náði þá að byggja upp forystu sem nýttist ÍR-ingum allt til loka leiksins. Akureyringar hertu varnarleikinn eftir því sem leið á leikinn og fór Björgvin af velli eftir að hafa einmitt fengið byltu eftir átök við varnarmann gestanna. Gestirnir keyrðu sinn leik áfram á baráttu, bæði í vörn og sókn. Varnarlínan stóð sína vakt ágætlega og framan af nýttust hornin vel og þeir Kristján Orri og Heiðar Þór klikkuðu varla á skoti. Að öðru leyti gekk sókn gestanna út á að hnoða boltanum inn á teig og fiska víti ef markið kom ekki. Það gaf góða raun og Akrueyringar náðu að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. En það var líka hugur í ÍR-ingum og tók Sturla skot af eigin vallarhelmingi þegar örfáar sekúndur voru eftir. Kristján Orri fór fyrir skotið og var fótur dæmdur. Kristján Orri fékk brottvísun og bekkurinn líka hjá Akureyri fyrir mótmæli Atla Hilmarssonar þjálfara. Daníel Ingi Guðmundsson skoraði þar að auki úr aukakastinu sem dæmt var og héldu ÍR-ingar því til búningsklefa með eins marks forystu. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en þrátt fyrir fjarveru Björgvins náði ÍR að halda dampi í sínum sóknarleik og munaði þar miklu um framlag Arnars Birkis, skyttu ÍR, sem skilaði sínum mörkum á meðan að skyttur Akureyringa áttu afar erfitt uppdráttar, rétt eins og í fyrri hálfleik. ÍR-ingar stóðu áfram í þéttri 6-0 vörn sem gestirnir leystu ekki jafn vel og í fyrri hálfleik. Svavar Ólafsson hélt einnig áfram að verja fyrir aftan góða vörn ÍR og skilaði frábærum tölum, 18 vörðum skotum og 55% hlutfallsmarkvörslu. Hann og Arnar Birkir drógu vagninn fyrir ÍR í kvöld en fleiri lögðu hönd á plóg, ekki síst í varnarleiknum. Akureyringar geta mun betur en þeir sýndu í kvöld en ljóst er að þeir þurfa að stórbæta sóknarleikinn hjá sér til að eiga möguleika í seríunni. Þeir hafa þó aðeins tvo daga til að finna lausnir fyrir næsta leik, sem verður á Akureyri á föstudagskvöld.Bjarni: Áhættan borgaði sig Bjarni Fritzson var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld og er liðið komið í góða stöðu í einvígi sínu gegn Akureyri. „Við vorum með yfirhöndina allan tímann sem var mikilvægt enda komu þeir með sín áhlaup,“ sagði Bjarni eftir leikinn í kvöld. „Vörnin okkar góð og það komu mikilvæg augnablik í síðari hálfleik sem við nýttum okkur vel.“ Hann hrósaði sóknarleik sinna manna og sagði að vinna síðustu vikna væri að skila sér. „Sóknin var góð og ég er mjög ánægður með strákana. Þeir voru að gera vel, tóku skynsamlegar ákvarðanir og skiluðu þessu vel af sér. Ég er hrikalega ánægður með þá,“ sagði hann. „Það var svo skemmtileg áhætta að kýla á 6-0 vörn í fyrsta sinn í vetur hjá okkur og það hefur sjálfsagt komið þeim talsvert á óvart. Jón Heiðar og Davíð voru hriklega öflugir í þristunum og Svavar tók svo mikilvæg skot á síðasta korterinu sem gaf okkur mjög mikið.“ Þetta var fyrsti sigur ÍR síðan í byrjun mars en þrátt fyrir það segir Davíð að hann hafi tekið eftir stíganda hjá sínum mönnum. „Síðustu tveir leikir hafa verið fínir hjá okkur. En við höfum misst nokkra menn og það tekur tíma að púsla því saman aftur og fá rútínuna aftur í gang. Mér finnst að við höfum náð að finna taktinn á ný og gott að geta tekið næsta skref og unnið í dag.“ Hann vissi ekki hvernig staðan væri á Björgvini sem spilaði fyrsta stundarfjórðunginn í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í fæti og misst af síðustu leikjum. „Hann gaf okkur þrjú mörk í dag og byrjaði af miklum krafti. En við eigum fleiri menn í þessari stöðu og við verðum bara að sjá til hvort að Björgvin geti spilað eitthvað meira með okkur.“Atli: Mér fannst þetta rangur dómur Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir að hans menn hafi einfaldlega ekki spilað nógu vel gegn ÍR í kvöld. Niðurstaðan var fjögurra marka tap. „Við vorum ekki góðir í dag og komumst aldrei almennilega í gang. Við eigum fullt inni, bæði í vörn og sókn. Það féll fullmikið með þeim í dag,“ sagði Atli sem sagði að sóknarleikurinn hafi brugðist í dag. „Þar að auki fengum við ódýr mörk á okkur og nýttum illa tækifæri sem við fengum í yfirtölu og annað slíkt. Vörnin var að standa ágætlega en samt gekk illa að refsa þeim með hraðaupphlaupum.“ „Við höfum sýnt í síðustu leikjum að við getum spilað mun betur en við gerðum í kvöld og við verðum að framkalla það aftur. Nú er að duga eða drepast á föstudaginn og ekkert annað að gera en að treysta á okkur sjálfa og okkar fólk.“ Umdeilt atvik átti sér stað í lok fyrri hálfleiks er Kristján Orri Jóhannsson fékk brottvísun fyrir að verja skot með fætinum. Kristján Orri fékk brottvísun og Atli líka fyrir mótmæli. Til að bæta gráu á svart skoruðu ÍR-ingar úr aukakastinu sem var tekið eftir að leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. „Það er í raun óafsakanlegt hjá mér og algjör óþarfi. Mér fannst þetta samt rangur dómur. Mér fannst Kristján hlaupa bara fyrir skotið og fá boltann í sig. Ég get ekki annað séð en að hann hafi bara stigið í löppina og fengið skotið í sig. Þess vegna var ég svona ósáttur.“ „En kannski sá ég þetta vitlaust. Það verður bara að koma í ljós.“Arnar Birkir: Gaman að vinna aftur Skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson var drjúgur fyrir ÍR í kvöld, sérstaklega á lokakaflanum þegar ÍR náði að síga fram úr gestunum frá Akureyri. „Það var mjög gott að fá Jón Heiðar og Björgvin aftur inn. Ég hefði þó auðvitað hafa Björgvin aðeins lengur inn á,“ sagði Arnar Birkir og brosti en hann skoraði sex mörk fyrir ÍR í kvöld. „Við spiluðum boltanum betur og leituðum að betri færum. Það var meiri yfirvegun hjá okkur og það skilaði miklu.“ „Þetta hefur verið hörmulegt hjá okkur í 4-5 leikjum og það er gott að vinna aftur. Ég var búinn að gleyma hvernig sú tilfinning var,“ segir hann. „En við erum ekki hættir og ætlum að mæta dýrvitlausir til leiks á föstudaginn.“Bjarni Fritzson.Vísir/ErnirVísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira