Vill byggja tveggja liða leikvang í Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2015 18:15 Kroenke með Jeff Fisher, þjálfara Rams. Vísir/Getty Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna. NFL Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna.
NFL Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira