Hversu mikið vatn á maður að drekka? sigga dögg skrifar 24. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Endalaust er baunað á fólk um vatnsdrykkju en er hægt að drekka of mikið og getur verið að allt fólk þurfi að drekka jafnmikið?Nokkrir punktar um vatnsdrykkju: - Vatn tapast við öndun, við svita og við þvag og hægðir - Meðalmanneskja er með um 40 lítra af vatni í líkamanum - Ef svengd gerir vart við sig eða skyndilega löngun í súkkulaði, drekktu þá vatn - Kaffi hefur vatnslosandi áhrif svo það er gott að drekka vatn á milli kaffibolla - Lágmarksvatnsþörf er hálfur líter á dag, til að losna við úrgangsefni úr líkamanum - Þvag getur verið allt að líter af vökva á dag - Meðalvatnsþörf er um tveir lítrar á dag, en það á við allan vökva, einnig þann sem er í mat- Ef þú svitnar mikið (vegna áreynslu eða hita) þá eykst vatnsþörfin en þú tapar líka salti svo gott getur verið að fá sér íþróttadrykk eða safa - Natríum í líkamanum bindir vatn og skapar bjúg, ef þú ert með bjúg, auktu við vatnsdrykkjuna til að losna við natríumið og þar með bjúginn - Vatn þarf ekki að þamba heldur er gott að fá sér reglulega sopa yfir daginn - Ef þvagið er mjög gult þá getur það verið merki um vökvaskort, þvag á helst að vera frekar litlaust (nema ef tókst B-vítamín því það litar þvagið heiðgult) - Ofdrykkja á hreinu vatni getur verið varasöm og jafnvel hættuleg og þá er verið að tala um tíu til tuttugu lítra á dag - Gamalt fólk drekkur oft minna vatn en aðrir og stuðlar það að slappleika og hægðartregðu - Ef þig þyrstir, fáðu þér sopa! Heilsa Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist
Endalaust er baunað á fólk um vatnsdrykkju en er hægt að drekka of mikið og getur verið að allt fólk þurfi að drekka jafnmikið?Nokkrir punktar um vatnsdrykkju: - Vatn tapast við öndun, við svita og við þvag og hægðir - Meðalmanneskja er með um 40 lítra af vatni í líkamanum - Ef svengd gerir vart við sig eða skyndilega löngun í súkkulaði, drekktu þá vatn - Kaffi hefur vatnslosandi áhrif svo það er gott að drekka vatn á milli kaffibolla - Lágmarksvatnsþörf er hálfur líter á dag, til að losna við úrgangsefni úr líkamanum - Þvag getur verið allt að líter af vökva á dag - Meðalvatnsþörf er um tveir lítrar á dag, en það á við allan vökva, einnig þann sem er í mat- Ef þú svitnar mikið (vegna áreynslu eða hita) þá eykst vatnsþörfin en þú tapar líka salti svo gott getur verið að fá sér íþróttadrykk eða safa - Natríum í líkamanum bindir vatn og skapar bjúg, ef þú ert með bjúg, auktu við vatnsdrykkjuna til að losna við natríumið og þar með bjúginn - Vatn þarf ekki að þamba heldur er gott að fá sér reglulega sopa yfir daginn - Ef þvagið er mjög gult þá getur það verið merki um vökvaskort, þvag á helst að vera frekar litlaust (nema ef tókst B-vítamín því það litar þvagið heiðgult) - Ofdrykkja á hreinu vatni getur verið varasöm og jafnvel hættuleg og þá er verið að tala um tíu til tuttugu lítra á dag - Gamalt fólk drekkur oft minna vatn en aðrir og stuðlar það að slappleika og hægðartregðu - Ef þig þyrstir, fáðu þér sopa!
Heilsa Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist