Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2015 19:00 Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar. Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar.
Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15
Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45