Silfurdrengir selja Zinzino Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2015 10:46 Óhætt er að segja að Zinzino-liðið sé vel skipað. Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna í sölukerfi Zinzino svo sem Ólaf Stefánsson handboltakappa, Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnusnilling, Patrek Jóhannesson þjálfari Hauka og Austuríska landliðsins. Allir selja þeir Zinzino Balance Shake, sem af mörgum er sagt algjört undraefni. Hið íslenska sölulið Zinzino á Íslandi er þannig býsna vel skipað.Undraefnið Zinzino Balance Shake Vísir hefur fjallað um Zinzino, þá í tengslum við umfjöllun sem hefur verið áberandi að undanförnu um óhefðbundnar lækningar og/eða sölu á heilsutengdum varningi. Stjórnendur sölu á Zinzino á Íslandi, hjónin Ásgeir Halldórsson og Guðrún Brynjólfsdóttir, sendu út viðvörun til söluliðs síns; að rétt væri að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um ágæti efnisins. Vísir komst einnig inn í lokaðan hóp þar sem finna má kraftaverkasögur um lækningarmáttinn en Zinzino Balance Shake byggir á fitusýrum sem unnar eru sérstaklega úr holdi fisks og eiga þær að geta breytt fitusýrujafnvægi líkamans. Samsetningin er byggð á fiski- og ólífuolíu sem líkaminn fær omega-3 úr og með því tvenns konar fitusýrur (EPA og DHA) sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur heldur verður að fá með mat.Í bæklingi fyrir sölumenn er sölukerfið útlistað og til mikils er að vinna ef menn standa sig vel og eru duglegir að selja.Harðsnúin sölumennska Vísir hefur heimildir fyrir því að sölumennskan sem stunduð er sé nokkuð hörð og hefur nokkur fjöldi sett sig í samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Fólk er látið skrifa undir bindandi samning til 12 mánaða, og greiðir mánaðarlega um sjö þúsund krónur fyrir mánaðarlegan skammt. Vilji það losa sig frá þeim samning þurfi að senda skriflega uppsögn á samningnum út til höfuðstöðvanna. Sem getur vafist fyrir mörgum manninum. Málið er viðkvæmt. Ein sem setti sig í samband við Vísi sagði að ekki væri hægt að fá að smakka drykkinn áður en gengið væri frá kaupunum. Hún sagði svo frá að nákominn ættingi hafi fengið ömmu sína til að skrifa undir, þegar til kastanna kom þótti henni drykkurinn vondur og nú safnaðist Zinzino Balance upp hjá henni, og það væri engin leið út. „Ég veit að það er lagt mjög hart að fólki að kaupa pakkann sem inniheldur Balance testið sem er þá þessi pakki BALANCE CLASSIC PLUS* 12 mánaða áskrift er á 83 € á mánuði. Sá sölufulltrúi sem ég talaði við síðast, vildi að ég keypti þann pakka ásamt BALANCE XTENDER á 39 € á mánuði. Þetta er því orðin töluverð upphæð á ári,“ sagði konan sem ekki vill láta nafn síns getið. „ „Mér skilst að þeir bjóði núna uppá bindandi 6 mánaða samninga en það er nýtilkomið og áhersla er lögð á 12 mánaða samninga.“Svona lítur pöntunareyðublaðið út.Til mikils er að vinnaVísir er með verðskrá og bækling fyrir sölumenn. Þar er píramídasölukerfið útlistað (sjá meðfylgjandi mynd). Kerfið gengur út á beina sölu Zinzino Balance Shake og er nokkuð harðskeytt hvatakerfi. Til mikils er að vinna því þegar hver sölumaður er kominn með fjölda viðskiptavina og milljón á mánuði í Zinziono-tekjum fær viðkomandi bíl en skilyrðið er að hann sé svartur og merktur zinzino á hlið og að aftan.“Fjölmargir þekktir íþróttakappar í sölumennskunniVísir fékk upplýsingar frá heimildarmanni út í Noregi, en hann hafði komist inn í sölukerfi sem er á netinu og þegar pantað er kemur í ljós pöntunarnúmer og svo nafn á viðkomandi sölumanni. Í ljós kemur að þekktir íslenskir íþróttamenn eru virkir í sölu á Zinzino. Meðal þeirra nafna sem komu uppúr dúrnum þegar slegin var inn pöntun eru fjölmargir þekktir íþróttakappar: Gunnar Steinn Jónsson, Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Eiður Guðjohnsen, Rakel Dögg Bragadóttir, Indriði Sigurðsson, Sturla Ásgeirsson, Sigfús Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Stefán Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Róbert Gunnarsson og Garðar Jóhannsson.Uppfært 11:50Missagt var að fólk skrifaði undir bindandi samning til tólf ára. Þetta átti að sjálfsögðu að vera 12 mánuðir og er beðist velvirðingar á mistökunum, og hafa þau nú verið lagfærð. Uppfært 13:21 Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar var þess getið að Guðmundur Guðmundsson þjálfari væri í söluteymi Zinzino. Það er algerlega úr lausu lofti gripið, hann veit ekki hvað um ræðir og þekkir ekki vöruna svo mikið sem. Er um annan Guðmund Guðmundsson að ræða sem finna má í kerfinu, en í því samhengi sem um ræðir var talið að um Guðmund, þjálfari danska landsliðsins, væri að ræða. Er hann beðinn afsökunar á mistökunum. Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna í sölukerfi Zinzino svo sem Ólaf Stefánsson handboltakappa, Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnusnilling, Patrek Jóhannesson þjálfari Hauka og Austuríska landliðsins. Allir selja þeir Zinzino Balance Shake, sem af mörgum er sagt algjört undraefni. Hið íslenska sölulið Zinzino á Íslandi er þannig býsna vel skipað.Undraefnið Zinzino Balance Shake Vísir hefur fjallað um Zinzino, þá í tengslum við umfjöllun sem hefur verið áberandi að undanförnu um óhefðbundnar lækningar og/eða sölu á heilsutengdum varningi. Stjórnendur sölu á Zinzino á Íslandi, hjónin Ásgeir Halldórsson og Guðrún Brynjólfsdóttir, sendu út viðvörun til söluliðs síns; að rétt væri að stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um ágæti efnisins. Vísir komst einnig inn í lokaðan hóp þar sem finna má kraftaverkasögur um lækningarmáttinn en Zinzino Balance Shake byggir á fitusýrum sem unnar eru sérstaklega úr holdi fisks og eiga þær að geta breytt fitusýrujafnvægi líkamans. Samsetningin er byggð á fiski- og ólífuolíu sem líkaminn fær omega-3 úr og með því tvenns konar fitusýrur (EPA og DHA) sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur heldur verður að fá með mat.Í bæklingi fyrir sölumenn er sölukerfið útlistað og til mikils er að vinna ef menn standa sig vel og eru duglegir að selja.Harðsnúin sölumennska Vísir hefur heimildir fyrir því að sölumennskan sem stunduð er sé nokkuð hörð og hefur nokkur fjöldi sett sig í samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. Fólk er látið skrifa undir bindandi samning til 12 mánaða, og greiðir mánaðarlega um sjö þúsund krónur fyrir mánaðarlegan skammt. Vilji það losa sig frá þeim samning þurfi að senda skriflega uppsögn á samningnum út til höfuðstöðvanna. Sem getur vafist fyrir mörgum manninum. Málið er viðkvæmt. Ein sem setti sig í samband við Vísi sagði að ekki væri hægt að fá að smakka drykkinn áður en gengið væri frá kaupunum. Hún sagði svo frá að nákominn ættingi hafi fengið ömmu sína til að skrifa undir, þegar til kastanna kom þótti henni drykkurinn vondur og nú safnaðist Zinzino Balance upp hjá henni, og það væri engin leið út. „Ég veit að það er lagt mjög hart að fólki að kaupa pakkann sem inniheldur Balance testið sem er þá þessi pakki BALANCE CLASSIC PLUS* 12 mánaða áskrift er á 83 € á mánuði. Sá sölufulltrúi sem ég talaði við síðast, vildi að ég keypti þann pakka ásamt BALANCE XTENDER á 39 € á mánuði. Þetta er því orðin töluverð upphæð á ári,“ sagði konan sem ekki vill láta nafn síns getið. „ „Mér skilst að þeir bjóði núna uppá bindandi 6 mánaða samninga en það er nýtilkomið og áhersla er lögð á 12 mánaða samninga.“Svona lítur pöntunareyðublaðið út.Til mikils er að vinnaVísir er með verðskrá og bækling fyrir sölumenn. Þar er píramídasölukerfið útlistað (sjá meðfylgjandi mynd). Kerfið gengur út á beina sölu Zinzino Balance Shake og er nokkuð harðskeytt hvatakerfi. Til mikils er að vinna því þegar hver sölumaður er kominn með fjölda viðskiptavina og milljón á mánuði í Zinziono-tekjum fær viðkomandi bíl en skilyrðið er að hann sé svartur og merktur zinzino á hlið og að aftan.“Fjölmargir þekktir íþróttakappar í sölumennskunniVísir fékk upplýsingar frá heimildarmanni út í Noregi, en hann hafði komist inn í sölukerfi sem er á netinu og þegar pantað er kemur í ljós pöntunarnúmer og svo nafn á viðkomandi sölumanni. Í ljós kemur að þekktir íslenskir íþróttamenn eru virkir í sölu á Zinzino. Meðal þeirra nafna sem komu uppúr dúrnum þegar slegin var inn pöntun eru fjölmargir þekktir íþróttakappar: Gunnar Steinn Jónsson, Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Eiður Guðjohnsen, Rakel Dögg Bragadóttir, Indriði Sigurðsson, Sturla Ásgeirsson, Sigfús Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Stefán Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Róbert Gunnarsson og Garðar Jóhannsson.Uppfært 11:50Missagt var að fólk skrifaði undir bindandi samning til tólf ára. Þetta átti að sjálfsögðu að vera 12 mánuðir og er beðist velvirðingar á mistökunum, og hafa þau nú verið lagfærð. Uppfært 13:21 Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar var þess getið að Guðmundur Guðmundsson þjálfari væri í söluteymi Zinzino. Það er algerlega úr lausu lofti gripið, hann veit ekki hvað um ræðir og þekkir ekki vöruna svo mikið sem. Er um annan Guðmund Guðmundsson að ræða sem finna má í kerfinu, en í því samhengi sem um ræðir var talið að um Guðmund, þjálfari danska landsliðsins, væri að ræða. Er hann beðinn afsökunar á mistökunum.
Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00
ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03