Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 22-22 | Eyjamenn jöfnuðu í lokin Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 13. mars 2015 23:00 vísir/þórdís Haukamenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja en leiknum lauk með jafntefli, 22-22. Lengi vel stefndi í Haukasigur en Eyjamenn jöfnuðu þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Í lið ÍBV í dag vantaði Svavar Kára Grétarsson, en hann hefur verið að glíma við veikindi. ÍBV var því einungis með tvo örvhenta leikmenn á skýrslu. Hjá Haukum voru Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson fjarverandi. Adam er að glíma við meiðsli en óvíst er með ástæðu fjarveru Heimis. Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og virtist eyjastemningin vera ríkjandi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum ÍBV og virtist vera í miklu stuði. Annað kom á daginn en Theodór átti mjög erfitt uppdráttar það sem eftir lifði leiks. Í stöðunni 6-5 snerist blaðið við og Haukar fóru að opna vörn Eyjamanna mun betur. Jón Þorbjörn Jóhannsson spilaði mjög vel varnarlega og sóknarlega á þeim kafla en fljótt voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir. ÍBV tókst ekki vel að komast aftur inn í leikinn og leiddu Haukar í langan tíma með nokkrum mörkum. Grétari Þór Eyþórssyni tókst að skora mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þar með muninn í tvö mörk. Í hálfleik hafði maður á tilfinningunni að Haukar myndu valta yfir Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir byrjuðu hann mjög vel. Sindri Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald eftir 39 mínútna leik. Líkt og í Laugardalshöllinni gekk Eyjamönnum vel að fylla í skarð Sindra í vörninni. Bergvin Haraldsson, tvítugur Eyjamaður, kom vel inn í lið ÍBV. Hann spilaði vel í stöðu Sindra í vörninni og tókst að brjóta nokkrar sóknir Haukamanna niður. Haukamenn leiddu með tveimur mörkum þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Góður kafli Eyjamanna og þá aðallega Agnars Smára Jónssonar, kom þeim aftur inn í leikinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Einar Sverrisson mark sem kom ÍBV yfir. Haukar reyndust þó sterkari á næstu mínútum en Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði sóknarleiknum vel á lokamínútunum. Haukar leiddu með einu marki þegar einungis fimmtán sekúndur voru eftir. Þá fékk varamannabekkur Hauka tveggja mínútna brottvísun, en ástæðan er ofar mínum skilningi. Skemmst er frá því að segja að Patrekur var alls ekki sáttur. Hákon Daði Styrmisson skoraði jöfnunarmark leiksins þegar einungis níu sekúndur voru eftir af leiknum. Haukum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Eftir leik varð Patrekur öskuillur og æddi í dómarana. Samskiptum þeirra lauk með því að Gunnar Óli Gústafsson gaf Patreki rautt spjald. Eftir leik náðist ekki í Patrek Jóhannesson en hann var fljótur út úr húsinu.Gunnar Magnússon: Fannst við vera komnir með tökin á leiknum „Úr því sem komið var er gott að ná í stig. Við vorum þarna einum færri eftir ódýran brottrekstur í lokin og þá var erfitt að ná í stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Haukamönnum í Höllinni í Eyjum. „Mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum, ég hefði viljað klára það og fá tvö stig.“ „Við gerðum klaufaleg mistök sóknarlega og þeir refsuðu okkur. Við vorum klaufar að gefa þetta frá okkur í lokin. Þetta var ströggl allan leikinn og við vorum í vandræðum sóknarlega,“ sagði Gunnar Magnússon en liðið skoraði einungis 22 mörk í leiknum. Eyjamenn eru oftar en ekki með fleiri mörk en í dag. Markverðir Hauka og gríðarsterk vörn þeirra kom þó í veg fyrir það í dag. Einar Ólafur Vilmundarson kom gríðarlega vel inn á lokakaflanum og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Eyjamenn nýttu allan leikmannahópinn sinn í dag en nokkrir minni spámenn fengu mikilvægan spiltíma. „Bergvin kemur þarna inn sem þriðji hafsent en Sindri og Maggi voru báðir í burtu. Þetta sýnir styrkinn hjá okkur. Brynjar Karl er einnig að koma inn eftir meiðsli og spilaði frábærlega í bakverðinum,“ sagði Gunnar að lokum.Árni Steinn Steinþórsson: Það veit enginn af hverju við fengum tvær „Ég er svo sem sáttur með stigið en við áttum að taka tvö. Við vorum með þá þegar við vorum þremur eða fjórum mörkum yfir,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir jafntefli gegn Eyjamönnum úti í Eyjum. „Við gáfum aðeins eftir sóknarlega og réttum þeim annað stigið. Við verðum staðir sóknarlega og förum að henda boltanum auðveldlega í hendurnar á þeim. Þeir fá þessi auðveldu mörk en annars gefum við eftir sóknarlega,“ sagði Árni Steinn en Eyjamenn vinna marga leiki sína eingöngu á hröðum upphlaupum eftir mistök hjá andstæðingunum. Haukar voru mjög ósáttir við dómarana undir lokin, hvað olli því? „Ég held að það viti enginn af hverju við fengu tvær mínútur í lokin. Það er það sem menn eru ósáttir með, það virðist enginn vita það en það var „crucial“ dómur.“ „Þetta lítur vel út og við erum á uppleið. Erum búnir að spila vel og stefnum að því að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Árni Steinn að lokum en liðið hefur ekki tapað í deildinni eftir áramót. Í fyrra komu Eyjamenn mjög sterkir inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Haukar virðast vera að stefna á að gera svipaðan hlut í ár. Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Haukamenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja en leiknum lauk með jafntefli, 22-22. Lengi vel stefndi í Haukasigur en Eyjamenn jöfnuðu þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Í lið ÍBV í dag vantaði Svavar Kára Grétarsson, en hann hefur verið að glíma við veikindi. ÍBV var því einungis með tvo örvhenta leikmenn á skýrslu. Hjá Haukum voru Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson fjarverandi. Adam er að glíma við meiðsli en óvíst er með ástæðu fjarveru Heimis. Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og virtist eyjastemningin vera ríkjandi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum ÍBV og virtist vera í miklu stuði. Annað kom á daginn en Theodór átti mjög erfitt uppdráttar það sem eftir lifði leiks. Í stöðunni 6-5 snerist blaðið við og Haukar fóru að opna vörn Eyjamanna mun betur. Jón Þorbjörn Jóhannsson spilaði mjög vel varnarlega og sóknarlega á þeim kafla en fljótt voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir. ÍBV tókst ekki vel að komast aftur inn í leikinn og leiddu Haukar í langan tíma með nokkrum mörkum. Grétari Þór Eyþórssyni tókst að skora mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þar með muninn í tvö mörk. Í hálfleik hafði maður á tilfinningunni að Haukar myndu valta yfir Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir byrjuðu hann mjög vel. Sindri Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald eftir 39 mínútna leik. Líkt og í Laugardalshöllinni gekk Eyjamönnum vel að fylla í skarð Sindra í vörninni. Bergvin Haraldsson, tvítugur Eyjamaður, kom vel inn í lið ÍBV. Hann spilaði vel í stöðu Sindra í vörninni og tókst að brjóta nokkrar sóknir Haukamanna niður. Haukamenn leiddu með tveimur mörkum þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Góður kafli Eyjamanna og þá aðallega Agnars Smára Jónssonar, kom þeim aftur inn í leikinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Einar Sverrisson mark sem kom ÍBV yfir. Haukar reyndust þó sterkari á næstu mínútum en Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði sóknarleiknum vel á lokamínútunum. Haukar leiddu með einu marki þegar einungis fimmtán sekúndur voru eftir. Þá fékk varamannabekkur Hauka tveggja mínútna brottvísun, en ástæðan er ofar mínum skilningi. Skemmst er frá því að segja að Patrekur var alls ekki sáttur. Hákon Daði Styrmisson skoraði jöfnunarmark leiksins þegar einungis níu sekúndur voru eftir af leiknum. Haukum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Eftir leik varð Patrekur öskuillur og æddi í dómarana. Samskiptum þeirra lauk með því að Gunnar Óli Gústafsson gaf Patreki rautt spjald. Eftir leik náðist ekki í Patrek Jóhannesson en hann var fljótur út úr húsinu.Gunnar Magnússon: Fannst við vera komnir með tökin á leiknum „Úr því sem komið var er gott að ná í stig. Við vorum þarna einum færri eftir ódýran brottrekstur í lokin og þá var erfitt að ná í stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Haukamönnum í Höllinni í Eyjum. „Mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum, ég hefði viljað klára það og fá tvö stig.“ „Við gerðum klaufaleg mistök sóknarlega og þeir refsuðu okkur. Við vorum klaufar að gefa þetta frá okkur í lokin. Þetta var ströggl allan leikinn og við vorum í vandræðum sóknarlega,“ sagði Gunnar Magnússon en liðið skoraði einungis 22 mörk í leiknum. Eyjamenn eru oftar en ekki með fleiri mörk en í dag. Markverðir Hauka og gríðarsterk vörn þeirra kom þó í veg fyrir það í dag. Einar Ólafur Vilmundarson kom gríðarlega vel inn á lokakaflanum og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Eyjamenn nýttu allan leikmannahópinn sinn í dag en nokkrir minni spámenn fengu mikilvægan spiltíma. „Bergvin kemur þarna inn sem þriðji hafsent en Sindri og Maggi voru báðir í burtu. Þetta sýnir styrkinn hjá okkur. Brynjar Karl er einnig að koma inn eftir meiðsli og spilaði frábærlega í bakverðinum,“ sagði Gunnar að lokum.Árni Steinn Steinþórsson: Það veit enginn af hverju við fengum tvær „Ég er svo sem sáttur með stigið en við áttum að taka tvö. Við vorum með þá þegar við vorum þremur eða fjórum mörkum yfir,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir jafntefli gegn Eyjamönnum úti í Eyjum. „Við gáfum aðeins eftir sóknarlega og réttum þeim annað stigið. Við verðum staðir sóknarlega og förum að henda boltanum auðveldlega í hendurnar á þeim. Þeir fá þessi auðveldu mörk en annars gefum við eftir sóknarlega,“ sagði Árni Steinn en Eyjamenn vinna marga leiki sína eingöngu á hröðum upphlaupum eftir mistök hjá andstæðingunum. Haukar voru mjög ósáttir við dómarana undir lokin, hvað olli því? „Ég held að það viti enginn af hverju við fengu tvær mínútur í lokin. Það er það sem menn eru ósáttir með, það virðist enginn vita það en það var „crucial“ dómur.“ „Þetta lítur vel út og við erum á uppleið. Erum búnir að spila vel og stefnum að því að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Árni Steinn að lokum en liðið hefur ekki tapað í deildinni eftir áramót. Í fyrra komu Eyjamenn mjög sterkir inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Haukar virðast vera að stefna á að gera svipaðan hlut í ár.
Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita