NBA: Russell og Kyrie enn sjóðandi heitir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2015 07:30 Kyrie Irving og LeBron James. Vísir/AP Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira