Jordan Spieth sýndi stáltaugar og sigraði á Valspar Championship 16. mars 2015 16:00 Spieth fagnar af innlifun í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira