Tebow fékk tækifæri í Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:28 Tim Tebow klæddist síðast búningi New England Patriots. Vísir/Getty Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sjá meira
Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sjá meira