Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 26-34 | Mosfellingar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar 6. mars 2015 11:12 Jóhann Gunnar Einarsson skoraði sex mörk í kvöld. vísir/ernir Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin mættust í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Mosfellingar 2. sæti deildarinnar en Stjörnumenn eru enn í 9. og næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndi Afturelding mátt sinn og meginn og valtaði yfir ráðalausa Stjörnumenn. Mosfellingar skoruðu 21 mark í seinni hálfleik en varnarleikurinn sem Garðbæingar spiluðu var ævintýralega slakur. Heimamenn voru með yfirhöndina framan af leik. Þeir voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann og fengu mörg mörk eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. En í stöðunni 5-3, Stjörnunni í vil, kom flottur kafli hjá gestunum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust tveimur mörkum yfir, 6-8. Stjörnumenn náðu þó fljótlega áttum og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunni í fyrri hálfleiknum, skoraði fjögur mörk í jafnmörgum skotum, átti nokkrar stoðsendingar auk þess að fiska einn brottrekstur. Hann gaf hins vegar eftir í seinni hálfleik líkt og félagar hans. Stjörnumenn virtust ekkert hafa lært mistökum fyrri hálfleik en á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks töpuðu heimamenn boltanum í þrígang. Alltaf refsuðu Mosfellingar með mörkum úr hraðaupphlaupum en gestirnir skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 13-17. Og þar með var björninn unninn. Vörn gestanna í seinni hálfleik var sterk og þá datt Davíð Svansson í stuð og lokaði markinu á tímabili. Þá gekk sóknin vel og Mosfellingar voru í raun með öll völd á vellinum. Þeir bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum átta marka sigur, 26-34. Lið Aftureldingar hefur oft spilað betur en í fyrri hálfleik en lærisveinar Einars Andra Einarssonar vöknuðu heldur betur til lífsins í þeim seinni og spiluðu þá fantavel. Engir þó betur en Davíð og línumaðurinn Pétur Júníusson. Davíð varði 18 skot og Pétur skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess öflugur í vörninni. Jóhann Gunnar Einarsson kom næstur með sex mörk en allir útileikmenn Aftureldingar nema einn komust á blað. Stjörnumenn spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik en þeir biðu gjaldþrot í seinni hálfleik. Vörnin var skelfileg, markvarslan lítil og tæknifeilarnir fjölmargir. Alls töpuðu Garðbæingar boltanum 17 sinnum í leiknum en lið í þeirri stöðu sem Stjarnan er í hefur ekki efni á að kasta boltanum út af í tíma og ótíma. Þórir og Hilmar Pálsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor.Skúli: Sama hvað við reyndum að gera Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði nær allt hafa farið úrskeiðis í seinni hálfleik þegar Garðbæingar biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu á heimavelli, 26-34. Staðan í hálfleik var 13-13 en Mosfellingar unnu seinni hálfleikinn 13-21 og tóku bæði stigin sem í boði voru. "Við spiluðum afleita vörn. Ég held að þeir hafi verið með 70% sóknarnýtingu í seinni hálfleik. Við vorum með sjö tapaða bolta, þeir fá níu mörk eftir hraðaupphlaup og fimm eftir gegnumbrot. "Það var alveg sama hvað við reyndum að gera; við spiluðum 6-0 vörn, 5+1, tókum einn úr umferð og svo tvo en það gekk ekkert. Þetta var alltof andlaust, því miður. Þetta var bara hræðilegt," sagði Skúli en hans bíður erfitt verkefni að rífa sína menn upp fyrir leikinn gegn Haukum á mánudaginn. Dómarar leiksins komu frá Noregi - Eskil Bradseth og Leif Andé Sundet - og áttu ekki góðan dag. Margir dómar voru í furðulegri kantinum og steininn tók svo úr þegar þeir gáfu vitlausum Stjörnumanni rautt spjald undir lok leiksins. "Mér fannst dómgæslan mjög skrítin á köflum. Ég tók s.s. ekki eftir hvað gekk á móti Aftureldingu en það voru nokkrir skrítnir dómar og maður sá hluti sem maður er ekki vanur að sjá. "En við töpuðum leiknum, það var ekki dómurunum að kenna," áréttaði Skúli að endingu.Pétur: Fundið mig ótrúlega vel Pétur Júníusson, línumaður Aftureldingar, var kampakátur í leikslok enda góður sigur í höfn hjá Mosfellingum. "Við komum beinskeyttari til leiks í seinni hálfleik og meira tilbúnir. Við vorum lengi af stað. Sóknin var ágæt en vörnin var ekkert sérstök. Við töluðum um að gefa 15-20% meira í þetta, því það vantaði lítið upp á til að sigla þessu heim," sagði Pétur sem fannst sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik góður, en Afturelding skoraði þá 21 mark. "Við erum eiginlega þekktir fyrir að klúðra dauðafærum en erum orðnir meira "kúl" á því. Við vorum að slútta vel. "En við þurfum að halda áfram. Það er barátta framundan og við ætlum að sækja á Val og setja pressu á þá," sagði Pétur sem átti stórleik í kvöld, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess sterkur í vörninni. Línumaðurinn ökklabrotnaði fyrir áramót en náði undraverðum bata og var kominn á ferðina þegar keppni hófst að nýju í Olís-deildinni í febrúar. "Ég hef fundið mig ótrúlega vel eftir áramót. Ég bjóst ekki við að koma svona snemma aftur. Ég átti von á að missa af 2-3 leikjum eftir áramót en komst í fyrsta leikinn sem var ákveðið kraftaverk. "Ég var duglegur í endurhæfingunni og er ánægður með að vera kominn á fulla ferð á ný," sagði Pétur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin mættust í 21. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum endurheimtu Mosfellingar 2. sæti deildarinnar en Stjörnumenn eru enn í 9. og næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni sýndi Afturelding mátt sinn og meginn og valtaði yfir ráðalausa Stjörnumenn. Mosfellingar skoruðu 21 mark í seinni hálfleik en varnarleikurinn sem Garðbæingar spiluðu var ævintýralega slakur. Heimamenn voru með yfirhöndina framan af leik. Þeir voru duglegir að keyra fram þegar þeir unnu boltann og fengu mörg mörk eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. En í stöðunni 5-3, Stjörnunni í vil, kom flottur kafli hjá gestunum sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komust tveimur mörkum yfir, 6-8. Stjörnumenn náðu þó fljótlega áttum og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Þórir Ólafsson var frábær í liði Stjörnunni í fyrri hálfleiknum, skoraði fjögur mörk í jafnmörgum skotum, átti nokkrar stoðsendingar auk þess að fiska einn brottrekstur. Hann gaf hins vegar eftir í seinni hálfleik líkt og félagar hans. Stjörnumenn virtust ekkert hafa lært mistökum fyrri hálfleik en á fyrstu þremur mínútum seinni hálfleiks töpuðu heimamenn boltanum í þrígang. Alltaf refsuðu Mosfellingar með mörkum úr hraðaupphlaupum en gestirnir skoruðu fjögur fyrstu mörk seinni hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 13-17. Og þar með var björninn unninn. Vörn gestanna í seinni hálfleik var sterk og þá datt Davíð Svansson í stuð og lokaði markinu á tímabili. Þá gekk sóknin vel og Mosfellingar voru í raun með öll völd á vellinum. Þeir bættu jafnt og þétt við forskotið og unnu að lokum átta marka sigur, 26-34. Lið Aftureldingar hefur oft spilað betur en í fyrri hálfleik en lærisveinar Einars Andra Einarssonar vöknuðu heldur betur til lífsins í þeim seinni og spiluðu þá fantavel. Engir þó betur en Davíð og línumaðurinn Pétur Júníusson. Davíð varði 18 skot og Pétur skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess öflugur í vörninni. Jóhann Gunnar Einarsson kom næstur með sex mörk en allir útileikmenn Aftureldingar nema einn komust á blað. Stjörnumenn spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik en þeir biðu gjaldþrot í seinni hálfleik. Vörnin var skelfileg, markvarslan lítil og tæknifeilarnir fjölmargir. Alls töpuðu Garðbæingar boltanum 17 sinnum í leiknum en lið í þeirri stöðu sem Stjarnan er í hefur ekki efni á að kasta boltanum út af í tíma og ótíma. Þórir og Hilmar Pálsson voru markahæstir í liði Stjörnunnar með sex mörk hvor.Skúli: Sama hvað við reyndum að gera Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði nær allt hafa farið úrskeiðis í seinni hálfleik þegar Garðbæingar biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu á heimavelli, 26-34. Staðan í hálfleik var 13-13 en Mosfellingar unnu seinni hálfleikinn 13-21 og tóku bæði stigin sem í boði voru. "Við spiluðum afleita vörn. Ég held að þeir hafi verið með 70% sóknarnýtingu í seinni hálfleik. Við vorum með sjö tapaða bolta, þeir fá níu mörk eftir hraðaupphlaup og fimm eftir gegnumbrot. "Það var alveg sama hvað við reyndum að gera; við spiluðum 6-0 vörn, 5+1, tókum einn úr umferð og svo tvo en það gekk ekkert. Þetta var alltof andlaust, því miður. Þetta var bara hræðilegt," sagði Skúli en hans bíður erfitt verkefni að rífa sína menn upp fyrir leikinn gegn Haukum á mánudaginn. Dómarar leiksins komu frá Noregi - Eskil Bradseth og Leif Andé Sundet - og áttu ekki góðan dag. Margir dómar voru í furðulegri kantinum og steininn tók svo úr þegar þeir gáfu vitlausum Stjörnumanni rautt spjald undir lok leiksins. "Mér fannst dómgæslan mjög skrítin á köflum. Ég tók s.s. ekki eftir hvað gekk á móti Aftureldingu en það voru nokkrir skrítnir dómar og maður sá hluti sem maður er ekki vanur að sjá. "En við töpuðum leiknum, það var ekki dómurunum að kenna," áréttaði Skúli að endingu.Pétur: Fundið mig ótrúlega vel Pétur Júníusson, línumaður Aftureldingar, var kampakátur í leikslok enda góður sigur í höfn hjá Mosfellingum. "Við komum beinskeyttari til leiks í seinni hálfleik og meira tilbúnir. Við vorum lengi af stað. Sóknin var ágæt en vörnin var ekkert sérstök. Við töluðum um að gefa 15-20% meira í þetta, því það vantaði lítið upp á til að sigla þessu heim," sagði Pétur sem fannst sóknarleikur liðsins í seinni hálfleik góður, en Afturelding skoraði þá 21 mark. "Við erum eiginlega þekktir fyrir að klúðra dauðafærum en erum orðnir meira "kúl" á því. Við vorum að slútta vel. "En við þurfum að halda áfram. Það er barátta framundan og við ætlum að sækja á Val og setja pressu á þá," sagði Pétur sem átti stórleik í kvöld, skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum og var auk þess sterkur í vörninni. Línumaðurinn ökklabrotnaði fyrir áramót en náði undraverðum bata og var kominn á ferðina þegar keppni hófst að nýju í Olís-deildinni í febrúar. "Ég hef fundið mig ótrúlega vel eftir áramót. Ég bjóst ekki við að koma svona snemma aftur. Ég átti von á að missa af 2-3 leikjum eftir áramót en komst í fyrsta leikinn sem var ákveðið kraftaverk. "Ég var duglegur í endurhæfingunni og er ánægður með að vera kominn á fulla ferð á ný," sagði Pétur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn