Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 20-26 | Valsmenn halda toppsætinu Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 8. mars 2015 00:01 Guðmundur Hólmar skoraði átta mörk á gamla heimavellinum. vísir/ernir Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er." Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Það var seigla Valsmanna og breidd hópsins sem landaði sigri á lokaspretti leiksins fyrir norðan í dag. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en eins og í átta liða úrslitum bikarsins fyrir stuttu voru það Valsmenn sem sigldu framúr í seinni hálfleiknum og enduðu á að landa nokkuð öruggum sigri, 20-26. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Valsmenn þó oftar en ekki með undirtökin. Sóknarleikur Akureyrar var nokkuð mistækur og Valsmenn refsuðu fljótt með vel útfærðum hröðum sóknum og var það helsta ástæða þess að liðið náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Það voru þó heimamenn sem áttu síðasta sprett fyrri hálfleiksins, skoruðu síðustu þrjú mörkin og löguðu stöðuna töluvert. Þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 11-12 Valsmönnum í vil. Seinni hálfleikurinn var hnífjafn fram að 47. mínútu þegar Ingimundur Ingimundarson jafnaði leikinn, 18-18. Eftir það hrundi leikur heimamanna, Ingimundur fór illa með næstu sóknir þar á eftir, Halldór Logi komst í dauðafæri sem Hlynur í mark Vals varði og samherjar hans einfaldlega gengu á lagið og skoruðu sex mörk í röð á tíu mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Lokakaflinn var því nokkuð frá því að vera spennandi, leikurinn endaði með verðskulduðum og sanngjörnum sigri Vals sem halda sínu toppsæti, 26-20.Atli Hilmarsson: Það vantaði smá trú "Við erum dálítið mikið útaf á þessum kafla," sagði Atli Hilmarsson strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvað gerðist eftr að staðan var 18-18 í leiknum. "Stephen kemur svo einnig í markið og hreinlega lokar því. Við vorum að fá færi en að skjóta mjög illa og gerðum okkur erfitt fyrir að vera manni færri." 20-26 hugsanlega ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi að mestu. "Já, ég er nokkuð sammála því. Við vorum að spila heilt yfir nokkuð vel. Ég hefði viljað aðeins meiri hug og menn hefðu viljað þetta meira. Það vantaði aðeins smá trú á því að menn gætu þetta fannst mér en að 18-18 var þetta mjög fínt." Þið eruð í nokkuð þéttum pakka þarna fyrir miðri deild þar sem stigin skipta miklu máli. "Það er rétt, við þurfum að huga að því að ná í stig. Við erum ekki enn komnir í þessa úrslitakeppni, verðum að halda áfram að bæta okkar leik og koma okkur í stand fyrir úrslitakeppnina. "Það eru fimm leikir enn eftir og okkar næsti leikur er útileikur gegn HK sem gæti virkað auðveldur á pappírum en við verðum að vera fullir einbeitningar ef við ætlum okkur að taka þann leik."Guðmundur Hólmar: Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp "Ég er nokkuð sáttur bara," sagði Guðmundur Hólmar Helgason nokkuð kátur eftir leik með kjötkörfu í fanginu sem hann fékk í verðlaun fyrir það að vera maður leiksins með átta mörk skoruð. "Það er glæsilegt að koma hingað norður að taka tvö stig." Síðustu tveir leikir þessara liða hafa sigrast á seiglu undir lok leiks, er það planið? "Það er ekkert planið þannig lagað, við erum hugsanlega með aðeins meiri breidd og náum að notfæra okkur það þegar líður á leikinn og jafnvel draga aðeins af þeim. Það er mjög erfitt að koma hingað norður og taka tvö stig þannig að ég bara bara virkilega ánægður mað að það hafi tekist í dag." Hvað með þína eigin frammistöðu, sáttur með hana? "Já, Guðni liðsstjóri er búinn að bakka mig vel upp og græja þetta vel fyrir okkur. Hann á svona sirka 50% af mínum leik í dag hann Guðni liðsstjóri, landsliðs-liðsstjóri."Óskar Bjarni: Vorum eiginlega bestir hér í fyrstu umferð "Við vorum samt eiginlega bestir í fyrstu umferðinni," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals þegar hann var spurður út í síðustu tvo sigra Valsmanna fyrir norðan sem hafa sigrast á seiglu og dugnaði. "Við erum búnir að spila við þá þrisvar hér á þessum skemmtilega heimavelli og ég er mjög ánægður með það, stoltur af því að sigra þá þrisvar hér því það er ekki auðvelt. Við vorum ekki alveg nægilega góðir varnarlega í dag en sóknin steig upp í seinni hálfleik og vörnin small hér síðustu 15-20 mínúturnar og Stephen góður undir lokin." Í síðasta leik þessara liða fékk Orri Freyr Gíslason rautt fyrir þrár brottvísanir og var kominn með tvær eftir um korter í þessum leik, fór smá hrollur um þið á bekknum? "Já, ég verð að viðurkenna að ég bjóst alveg við því og var farinn að hugsa það að hann væri að fara að fá þrisvar tvær. En við höfum lennt aðeins í skakkaföllum síðan við hittumst síðast, Kári, Alexander og Atli hafa verið að koma aðeins meira inn í varnarleikinn og við erum því komnir með meiri breidd eins og er."
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira