Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 30-28 | Mikilvægur sigur Eyjamanna Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 9. mars 2015 15:48 vísir/þórdís Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“ Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Nýkrýndir bikarmeistarar Eyjamanna unnu í kvöld 30-28 sigur á ÍR-ingum í Vestmannaeyjum. Frábær kafli Eyjamanna í upphafi síðari hálfleiks lagði grunninn að sigrinum. Eyjamenn töpuðu stórt gegn Valsmönnum í síðustu umferð en þeir sýndu mun betri hliðar hér í dag. Liðið fékk aragrúa af hraðaupphlaupum en nýttu ekkert alltof vel. Þrátt fyrir það skoraði liðið sjö mörk úr þeim. Mikið jafnræði var í leiknum en Eyjamenn voru þó skrefinu á undan fyrstu fimmtán mínúturnar. Heimamenn virtust hafa hrist af sér slenið frá síðasta leik og skoruðu mikið af flottum mörkum. Vörnin var einnig mjög góð og Kolbeinn þar fyrir aftan. Leikurinn snerist þá við en seinni hluta fyrri hálfleiks léku gestirnir mjög vel. Þá tókst þeim að galopna vörn Eyjamanna og loka sinni eigin. Þeir leiddu því leikinn í nokkurn tíma þar sem Brynjar Valgeir Steinarsson og Bjarni Fritzson léku frábærlega. Bjarni þurfti að hlusta á söngva um hann úr stúkunni og virtist það trufla hann örlítið í síðari hálfleik. Þá fór að koma meiri hiti í leikinn og var Bjarni oft miðpunkturinn í því. Góður kafli ÍBV undir lok fyrri hálfleiks gerði það að verkum að staðan var 14-13 þeim í vil í hálfleik. Ef að kaflinn undir lok fyrri hálfleiks var góður, þá var kaflinn í upphafi síðari hálfleiks frábær. ÍR-ingum tókst að jafna í 14-14 en þá tóku við sex mörk í röð frá Eyjamönnum. Það var eins og hornamenn ÍBV væru í kapphlaupi við hvorn annan, þeir voru svo snöggir fram völlinn. Hákon Daði Styrmisson átti flotta innkomu en hann skoraði fimm mörk alls í leiknum. Heimamenn héldu áfram að breikka bilið sem var sjö mörk í dálítinn tíma. Þar hélt vörn Eyjamanna vel og leit út fyrir að liðið ætlaði að sigla heim öruggum sigri. ÍR-ingar voru þó alls ekki á sama máli og minnkuðu muninn í 26-23. Þeir héldu áfram að saxa á forskotið sem var fljótt komið niður í tvö mörk. Örlítil heppni í dómgæslu olli því að ÍR-ingar minnkuðu í eitt mark þegar minna en tvær mínútur voru eftir. Þá var Sturla Ásgeirsson fyrstur fram völlinn og skoraði örugglega. Eyjamönnum tókst þó að svara strax og náðu eins og áður segir að sigla sigrinum í höfn. Sigurinn þýðir að ÍBV lyftir sér upp að FH-ingum í 4. sæti deildarinnar. ÍR-ingar sitja þó einu sæti en sjö stigum ofar.Gunnar Magnússon: Hefði viljað klára leikinn betur „Ég er hrikalega ánægður með þetta, gríðarlega mikilvæg tvö stig. Ég er ánægður með karakterinn og að klára sterkt lið ÍR,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir flottan sigur á ÍR-ingum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Eyjamenn sigldu síðan fram úr þegar líða fór á síðari hálfleik. „Þetta var frábær kafli en að sama skapi hefði ég viljað klára þetta betur. Við missum einbeitinguna í skamman tíma og ÍR-ingarnir eru mjög seigir, um leið og þú slakar á þá refsa þeir strax.“ „Liðsheildin skóp þennan sigur, menn stigu upp í dag sóknarlega. Við náðum að leysa þeirra varnarleik þegar þeir tóku Agnar út.“ Það er þétt leikið í Olís-deildinni þessa dagana, eru allir leikmennirnir klárir? „Við erum að draga Sindra á lappir aðeins fyrr en við ætluðum okkur og Maggi lenti í bílslysi. Það er þó nóg af heilum mönnum, ég er ánægður með ungu strákana sem fengu frábært tækifæri í dag,“ sagði Gunnar en fyrirliði liðsins lenti í bílslysi á dögunum og hefur verið að finna til í annarri öxlinni. „Þetta er gott tækifæri fyrir aðra að stíga upp þegar það vantar lykilmenn. Næsta markmið er að bæta okkur áfram og að halda áfram að vinna í okkur,“ sagði Gunnar að lokum en hann horfir bjartsýnum augum á framhaldið.Einar Hólmgeirsson: Björgvin nennti ekki með til Eyja „Maður er aldrei ánægður með að tapa, en miðað við hvernig við spiluðum hér síðast í Eyjum er þetta mikil framför,“ sagði Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR-inga eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. Björgvin Þór Hólmgeirsson lék ekki með ÍR-ingum í dag en hann hefur verið algjör lykilmaður í liðinu. „Hann nennti bara ekki með til Eyja,“ sagði Einar og glotti. Síðan gaf Einar það út að Björgvin hefði meiðst í leiknum gegn HK líkt og Aron, þeir verða skoðaðir vel í vikunni en Einar vonar augljóslega að þeir verði ekki lengi frá. „Ég var nokkuð ánægður með baráttuna hjá strákunum í dag. Við missum auðvitað tvo lykilmenn út fyrir leikinn í dag en þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig frábærlega.“ „Þetta er fimm mínútna kafli í síðari hálfleik sem drap okkur. Á móti ÍBV er það erfitt, þeir eru helvíti grimmir í þessum atriðum og þrífast á þessu. Því miður réttum við þeim þetta þarna á fimm mínútum,“ sagði Einar en þar á hann við kafla þar sem að Eyjamenn skoruðu sex mörk gegn engu frá ÍR-ingum. „Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik en menn fóru að gleyma því sem þeir voru að gera vel. Þetta voru aðallega rangar ákvarðanir og stress. ÍBV er ekki lið sem er gott að gera svona mistök á móti.“
Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita