James Hahn sigraði á Riviera 23. febrúar 2015 00:51 James Hahn á lokahringnum. vísir/Getty Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringurinn á Northern Trust Open sem kláraðist í kvöld minnti helst á lokahring á Opna bandaríska meistaramótinu en Riviera völlurinn reyndist bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar afar erfiður. Flatirnar voru hraðar og aðstæður krefjandi þar sem margir skollar sáust en fyrir vikið fengu golfáhugamenn gríðarlega spennandi keppni sem endaði ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana.Retief Goosen leiddi fyrir lokahringinn á átta höggum undir pari en hann átti erfitt uppdráttar í dag og kom inn á 75 höggum eða fjórum yfir pari. Það nýttu James Hahn, Dustin Johnson og Paul Casey sér en þeir léku allir gott golf á lokahringnum og enduðu jafnir í efsta sæti á sex undir, og því þurfti að grípa til bráðabana. Þar fékk James Hahn tvo fugla á þremur holum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni á ferlinum en hann hefur spilað á henni í þrjú ár. Margir sterkir kylfingar blönduðu sér í toppbaráttuna á lokahringnum en Jordan Spieth, Sergio Garcia, Keegan Bradley og Hideki Matsyuama komu allir einu höggi á eftir forustusauðunum á fimm undir pari. Fyrir sigurinn fær Hahn rúmlega 140 milljónir króna og keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár en næsta mót er Honda Classic sem fram fer á Palm Beach og hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira