Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 14:30 Hafþór Júlíus Björnsson yrði frábær línumaður að mati Kristjáns. vísir/getty/eva björk/pjetur Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“ Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Á meðan EM 2008 í handbolta stóð yfir í Noregi velti Ólafur Stefánsson, þáverandi landsliðsfyrirliði Íslands, upp þeirri hugmynd að fá Hlyn Bæringsson, fyrirliða körfuboltalandsliðsins, yfir í handboltann. Lengi hefur vantað fleiri stóra en þó færanlega menn í íslenska liðið, hvort sem er að spila vörn eða sókn. Hlynur hélt sig þó við körfuboltann og fór fyrir íslenska liðinu sem komst á stórmót í fyrsta sinn síðasta haust. Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, tók hugmynd Ólafs upp á næsta þrep á súpufundi FH-inga í dag þar sem hann messaði yfir sínum félagsmönnum. Hann vill fá sterkasta mann Evrópu og næst sterkasta mann heims, Hafþór Júlíus Björnsson, í íslenska landsliðið í handbolta. „Ég fylgdist vitaskuld vel með HM í handbolta og þar var mikil umræða um línumanninn hjá Katar sem skipti úr körfubolta yfir í handbolta árið 2011,“ segir Kristján í samtali við Vísi.Línumaðurinn sem um ræðir er Spánverjinn Borja Vidal sem spilaði með stórum körfuboltaliðum í heimalandinu á borð við Joventut, Bilbao Basket og CAI Zaragoza áður en hann var keyptur til Katar sem línumaður. Vidal fór á kostum á mótinu með Katarliðinu sem var fyrsta Asíuliðið til að komast í úrslitaleik HM í handbolta. „Maður fór að hugsa til orða Óla Stef um Hlyn Bærings á sínum tíma. Ég fór að hugsa um leikmenn sem gætu skipt yfir og körfuboltamenn hafa auðvitað mikinn bolta í sér og oft mikla hæð,“ segir Kristján, en Hafþór Júlíus er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður í körfubolta. „Mér datt Hafþór í hug. Ég er nýbúinn að horfa á þættina [um sterkasta mann heims, innsk. blm] og hugsaði með mér að það gæti verið gaman að setja þetta fram. Hann fékk reyndar líka tilboð til að spila í ameríska fótboltanum.“ „Hafþór myndi ekki þurfa nema nokkrar vikur eða mánuði til að verða góður línumaður. Það væri ekki slæmt að hafa svona mann við hliðina á sér í vörninni. Það er bara skuggi þar sem hann stendur, hann er svo stór. Með smá þjálfun gæti svona maður komist í landsliðsklassa,“ segir Kristján.Línu- og varnarmenn íslenska liðsins spila annað hvort vörn eða sókn.vísir/eva björkLínumannsstaðan verður alltaf mikilvægari í handboltanum og er mjög sterkt að geta teflt fram stórum strákum sem spila vörn og sókn. „Þetta er að breytast þannig að allir línumenn eru orðnir 200 cm og 110 kg og eru góðir í vörn. Vandamálið hjá okkur er að þeir línumenn sem eru bestir í sókn spila ekki vörn og þeir sem spila vörn eru ekki góðir á línu,“ segir Kristján. „Alltaf þegar Vidal fékk boltann var mark eða vítakast. Það er rosalega erfitt að stoppa svona mann. Maður hefur líka horft til margra snillinga í NBA-körfunni í gegnum tíðina. Þar eru nú margir sem myndu gjörsamlega slá í gegn í handboltanum,“ segir Kristján Arason. Hafþór hefur það gott í aflraunabransanum þar sem hann er einn sá allra besti. Afrek hans þar hafa skilað honum hlutverki í þáttum á borð við Game of Thrones þannig líkurnar á að hann taki upp handboltann eru ekkert svakalegar. „Þetta er allavega áskorun á hann,“ segir Kristján léttur í bragði. „Það væri gaman að heyra hvernig honum líst á þetta. Það er allavega laus línumannsstaða í FH-liðinu.“
Game of Thrones Íslenski handboltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira