Baldwin útskýrir kúkafagnið | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 23:30 Doug Baldwin skoraði snertimark og fagnaði á ósmekklegan hátt. vísir/getty Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira