Ranglega sakaður um að klípa konu í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2015 10:42 Rúnar Helgi Vignisson Vísir/Pjetur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins. Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins.
Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48