Ranglega sakaður um að klípa konu í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2015 10:42 Rúnar Helgi Vignisson Vísir/Pjetur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins. Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og og dósent í ritlist, varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu að vera sakaður um kynferðislega áreitni á þorrablóti Stjörnunnar á dögunum. Rúnar Helgi lýsir í pistli á vef Kvennablaðsins hvernig gestur blótsins af hinu kyninu setti hann í erfiða aðstöðu. „Það er komið fram yfir miðnætti og fjörið að ná hámarki undir stjórn glimmergæjans Páls Óskars. Ég er á leiðinni niður þröngan stigann af efri hæðinni eftir að hafa farið á salernið,“ segir Rúnar Helgi. Mikil umferð hafi verið í stiganum, stífla myndast eins og oft gerist þegar hann heyrir kvenmannsrödd segja: „Varstu að klípa mig í rassinn?“ Rúnar Helgi lýsir því hvernig konan fyrir framan hann hafi horft framan í sig og augljóslega beint orðunum að honum. Ásökunin hafi verið svo afdráttarlaus að spurningamerkið hafi varla átt rétt á sér. Í sömu andrá hafi helst yfir hann fyrirsagnir eldri frétta og mögulegra frétta af kynferðisbrotamálum. Allt frá nauðgunum á Þjóðhátíð yfir í kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar. „Maður á sextugsaldri kleip konu í rassinn á þorrablóti Stjörnunnar...“ var fyrirsögnin sem kom upp í kollinn á augnablikinu sem áskökunin lá í loftinu.„Nei, ég gerði það!“ Rúnar Helgi segir að á augnarráði konunnar í stiganum, raddblæ og fasi, hefði helst verið að skilja að allir karlmenn væru kynferðisbrotamenn. Ýmist virkir eða óvirkir. „Það breytti engu þótt eiginmaður konunnar flýtti sér að segja, eins og til að losa mig úr snörunni: „Nei, ég gerði það!“ – konan hélt áfram að horfa á mig eins og hún tryði ekki manninum sínum og teldi allt eins líklegt að þetta hefðu verið samantekin ráð hjá okkur.“ Engin afsökunarbeiðni fylgdi þótt eiginmaðurinn hefði tekið af allan vafa. Konunni virtist ekki detta það í hug. Ekki frekar en Rúnari Helga að biðja konuna afsökunar á framferði karla allra alda, þar á meðal mannsins hennar. „Ég fann heldur enga leið til að bera af mér sakir á þessu augnabliki meintrar samsektar, til þess var málaflokkurinn einfaldlega of stór og eldfimur.“Afar athyglisverðan pistil Rúnars Helga má lesa í heild sinni á vef Kvennablaðsins. Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá umræddu þorrablóti sem er án nokkurs vafa eitt vinsælasta þorrablót landsins.
Þorrablót Tengdar fréttir „Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09 Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Þorrablótsnefnd Stjörnunnar hringdi í þá sem keyptu miða á blótið og fékk staðfest að þeir væru í langflestum tilvikum Stjörnumenn. 15. janúar 2015 16:09
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48