Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa 30. janúar 2015 09:00 Tiger fann sig ekki á fyrsta hring. Getty Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir. Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir.
Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira