Þegar Ísland slátraði Frökkum í Bördelandhalle Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2015 14:00 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari missti sig algjörlega í þessum leik. vísir/pjetur Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. Sá leikur fór fram í Bördelandhalle í Magdeburg og var spilaður degi eftir mjög óvænt tap gegn Úkraínu. Staðan var ósköp einföld fyrir leik. Ísland varð að vinna, annars færi liðið heim með skottið á milli lappanna. Þeir voru líklega ekki margir sem höfðu trú á því að Ísland gæti strítt ofurliði Frakka í leiknum. Ekki síst í ljósi hörmulegrar spilamennsku gegn Úkraínu. Annað kom á daginn. Strákarnir sýndu í þessum leik að þeir gætu unnið hvaða lið sem er í heiminum.Fögnuður strákanna eftir leik stóð lengi. Það vildi enginn hætta að fagna.vísir/pjetur„Þessa leiks verður minnst sem eins besta landsleiks Íslands fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur hjá Íslandi í gær fer í bækurnar sem einn besti hálfleikur í sögu landsliðsins. Það fullyrði ég. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og það gekk allt upp. Sama hvar gripið er niður," skrifaði ofanritaður í Fréttablaðið daginn eftir leik. Ísland leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 18-8, og hélt áfram að lemja á Frökkum í þeim síðari. Um miðjan seinni hálfleik áttuðu menn sig á því það mætti ekki vinna Frakka með of miklum mun. Annars hefði liðið farið stigalaust í milliriðil. Það óraði engan fyrir því að strákarnir gætu flengt Frakkana með slíkum mun. Þess vegna var enginn búinn að spá í markamuninum fyrr. Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þrem mínútum fyrir leikslok að hafa áhyggjur af því að vinna leikinn of stórt. Ef við hefðum sigrað með tólf mörkum eða meira hefði Úkraína farið áfram og við með en án stiga. Ég bað því leikmenn um að hægja á og passa sig,“ sagði Alfreð og hló mjög dátt í viðtali við Fréttablaðið eftir leik en hann hefur aldrei sést fagna sigri á álíka hátt og eftir þennan leik. Hljóp og hoppaði um allt eins og óður maður.Alfreð á flugi um fjalir Bördelandhalle eftir leik.vísir/pjeturSkemmst er líka frá því að segja að Úkraínumennirnir brjáluðust við þetta enda þýddu lokatölurnar að Úkraínumenn fóru heim þrátt fyrir glæstan sigur á Íslandi. Bördelandhalle þetta kvöld var líklega einn sterkasti heimavöllur sem Ísland hefur spilað á. Nánast hver einasti maður í þessu tæplega 8 þúsund manna húsi hélt með Íslandi og öskraði liðið áfram. Ástæðan er sú að það voru Magdeburgar-goðsagnir á gólfinu. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið á sínum tíma og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu svo allir spilað með liðinu. Fyrir vikið fékk Ísland ótrúlegan stuðning frá fólkinu í Magdeburg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðhugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur. Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli annars og áhorfendur ótrúlegir allir saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari kampakátur eftir leikinn. Hér að neðan má sjá helstu atvik úr leiknum ótrúlega. Leik sem var líklega sá besti í sögu íslenska landsliðsins.Guðjón Valur faðmar hér Dag Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliða, en hann var einn fjölmargra Íslendinga á vellinum.vísir/pjetur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00 Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. Sá leikur fór fram í Bördelandhalle í Magdeburg og var spilaður degi eftir mjög óvænt tap gegn Úkraínu. Staðan var ósköp einföld fyrir leik. Ísland varð að vinna, annars færi liðið heim með skottið á milli lappanna. Þeir voru líklega ekki margir sem höfðu trú á því að Ísland gæti strítt ofurliði Frakka í leiknum. Ekki síst í ljósi hörmulegrar spilamennsku gegn Úkraínu. Annað kom á daginn. Strákarnir sýndu í þessum leik að þeir gætu unnið hvaða lið sem er í heiminum.Fögnuður strákanna eftir leik stóð lengi. Það vildi enginn hætta að fagna.vísir/pjetur„Þessa leiks verður minnst sem eins besta landsleiks Íslands fyrr og síðar. Fyrri hálfleikur hjá Íslandi í gær fer í bækurnar sem einn besti hálfleikur í sögu landsliðsins. Það fullyrði ég. Leikur liðsins í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og það gekk allt upp. Sama hvar gripið er niður," skrifaði ofanritaður í Fréttablaðið daginn eftir leik. Ísland leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 18-8, og hélt áfram að lemja á Frökkum í þeim síðari. Um miðjan seinni hálfleik áttuðu menn sig á því það mætti ekki vinna Frakka með of miklum mun. Annars hefði liðið farið stigalaust í milliriðil. Það óraði engan fyrir því að strákarnir gætu flengt Frakkana með slíkum mun. Þess vegna var enginn búinn að spá í markamuninum fyrr. Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér það þrem mínútum fyrir leikslok að hafa áhyggjur af því að vinna leikinn of stórt. Ef við hefðum sigrað með tólf mörkum eða meira hefði Úkraína farið áfram og við með en án stiga. Ég bað því leikmenn um að hægja á og passa sig,“ sagði Alfreð og hló mjög dátt í viðtali við Fréttablaðið eftir leik en hann hefur aldrei sést fagna sigri á álíka hátt og eftir þennan leik. Hljóp og hoppaði um allt eins og óður maður.Alfreð á flugi um fjalir Bördelandhalle eftir leik.vísir/pjeturSkemmst er líka frá því að segja að Úkraínumennirnir brjáluðust við þetta enda þýddu lokatölurnar að Úkraínumenn fóru heim þrátt fyrir glæstan sigur á Íslandi. Bördelandhalle þetta kvöld var líklega einn sterkasti heimavöllur sem Ísland hefur spilað á. Nánast hver einasti maður í þessu tæplega 8 þúsund manna húsi hélt með Íslandi og öskraði liðið áfram. Ástæðan er sú að það voru Magdeburgar-goðsagnir á gólfinu. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið á sínum tíma og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu svo allir spilað með liðinu. Fyrir vikið fékk Ísland ótrúlegan stuðning frá fólkinu í Magdeburg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðhugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur. Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli annars og áhorfendur ótrúlegir allir saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari kampakátur eftir leikinn. Hér að neðan má sjá helstu atvik úr leiknum ótrúlega. Leik sem var líklega sá besti í sögu íslenska landsliðsins.Guðjón Valur faðmar hér Dag Sigurðsson, fyrrum landsliðsfyrirliða, en hann var einn fjölmargra Íslendinga á vellinum.vísir/pjetur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00 Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Alexander Petersson segir að Aron Pálmarsson geri alla betri í kringum sig. 20. janúar 2015 06:00
Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00
Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45
Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00
Trúum að við getum unnið Frakka Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta. 20. janúar 2015 10:30
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn