Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 13:00 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira