Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 10:00 Dragan Gajić skorar eitt 15 marka sinna gegn Hvíta-Rússlandi. vísir/getty Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23 HM 2015 í Katar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23
HM 2015 í Katar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira