Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 08:00 Hans Óttar Lindberg er einn besti hornamaður heims. vísir/getty Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45