Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 17:52 Dómgæsla króatíska dómaraparsins sem dæmdi viðureign Austurríkis og Katar í 16-liða úrslitum HM í handbolta í Katar. vakti athygli. Heimamenn höfðu betur, 29-27. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Austurríkis, vildi ekki tjá sig um dómgæsluna á blaðamannafundi en sagði þó við Vísi eftir leik að hann hafi verið hissa á mörgum ákvörðunum dómaranna. „Ég passaði mig á því að segja ekkert við fjölmiðlamenn um dómgæsluna svo ég verði ekki dæmdur í bann. En ég neita því ekki að sumir dómarnir voru undarlegir,“ sagði Patrekur í stuttu spjalli við Arnar Björnsson eftir blaðamannafundinn. Arnar rædddi einnig við markvörðinn Nikola Marinovic og fyrirliðann Viktor Szilagyi eftir leik. „Ég óska Katar til hamingju með sigurinn og sætið í 8-liða úrslitunum. En ég er stoltur af liðinu og hverjum einasta leikmanni. Við börðumst fram á síðustu stundu og ég held að Austurríki geti verið stolt af handboltalandsliðinu sínu,“ sagði Marinovic en viðtölin við þá má sjá í heild sinni efst í fréttinni. Markvörðurinn öflugi vildi þó ekkert tjá sig um dómgæsluna en Szilagyi undraðist margt í starfi dómaranna í dag. „Ég skil ekki mörg sóknarbrotin sem þeir dæmdu á bæði lið, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég veit ekki til þess að nokkurt lið hafi brotið jafn oft af sér í sókn og þessi lið gerðu í kvöld. Það hef ég aldrei séð áður í handbolta.“ „Vonbrigðin eru mikil núna. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarnar vikur og þetta var afar erfiður leikur. Þetta er mjög erfitt fyrir okkur.“ „Manni hefur verið kennt frá því í æsku að sækja alltaf að markinu. Svo þegar maður sótti að markinu í kvöld var dæmt á mann í annað hvert skiptið. Þá var erfitt að halda ró sinni og spila handbolta.“ Hann segist vera stoltur af sínu liði. „Já, ég er stoltur og sú tilfinning kemur örugglega almennilega eftir nokkra daga.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Fær þessi að taka víti fyrir Patta aftur? | Sjáðu versta vítakast HM frá upphafi Raul Santos kastaði í innkast af sjö metra færi. 21. janúar 2015 18:30 Patrekur búinn að koma Austurríkismönnum í sextán liða úrslitin Austurríkismenn eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir tólf marka sigur á Íran í fjórða leik sínum í dag, 38-26. 21. janúar 2015 15:39 Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Varar við vanmati fyrir leik Austurríkis gegn Íran á HM í handbolta. 20. janúar 2015 15:30 Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Dómgæsla króatíska dómaraparsins sem dæmdi viðureign Austurríkis og Katar í 16-liða úrslitum HM í handbolta í Katar. vakti athygli. Heimamenn höfðu betur, 29-27. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Austurríkis, vildi ekki tjá sig um dómgæsluna á blaðamannafundi en sagði þó við Vísi eftir leik að hann hafi verið hissa á mörgum ákvörðunum dómaranna. „Ég passaði mig á því að segja ekkert við fjölmiðlamenn um dómgæsluna svo ég verði ekki dæmdur í bann. En ég neita því ekki að sumir dómarnir voru undarlegir,“ sagði Patrekur í stuttu spjalli við Arnar Björnsson eftir blaðamannafundinn. Arnar rædddi einnig við markvörðinn Nikola Marinovic og fyrirliðann Viktor Szilagyi eftir leik. „Ég óska Katar til hamingju með sigurinn og sætið í 8-liða úrslitunum. En ég er stoltur af liðinu og hverjum einasta leikmanni. Við börðumst fram á síðustu stundu og ég held að Austurríki geti verið stolt af handboltalandsliðinu sínu,“ sagði Marinovic en viðtölin við þá má sjá í heild sinni efst í fréttinni. Markvörðurinn öflugi vildi þó ekkert tjá sig um dómgæsluna en Szilagyi undraðist margt í starfi dómaranna í dag. „Ég skil ekki mörg sóknarbrotin sem þeir dæmdu á bæði lið, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég veit ekki til þess að nokkurt lið hafi brotið jafn oft af sér í sókn og þessi lið gerðu í kvöld. Það hef ég aldrei séð áður í handbolta.“ „Vonbrigðin eru mikil núna. Við höfum lagt mikið á okkur undanfarnar vikur og þetta var afar erfiður leikur. Þetta er mjög erfitt fyrir okkur.“ „Manni hefur verið kennt frá því í æsku að sækja alltaf að markinu. Svo þegar maður sótti að markinu í kvöld var dæmt á mann í annað hvert skiptið. Þá var erfitt að halda ró sinni og spila handbolta.“ Hann segist vera stoltur af sínu liði. „Já, ég er stoltur og sú tilfinning kemur örugglega almennilega eftir nokkra daga.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Fær þessi að taka víti fyrir Patta aftur? | Sjáðu versta vítakast HM frá upphafi Raul Santos kastaði í innkast af sjö metra færi. 21. janúar 2015 18:30 Patrekur búinn að koma Austurríkismönnum í sextán liða úrslitin Austurríkismenn eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir tólf marka sigur á Íran í fjórða leik sínum í dag, 38-26. 21. janúar 2015 15:39 Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Varar við vanmati fyrir leik Austurríkis gegn Íran á HM í handbolta. 20. janúar 2015 15:30 Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Fær þessi að taka víti fyrir Patta aftur? | Sjáðu versta vítakast HM frá upphafi Raul Santos kastaði í innkast af sjö metra færi. 21. janúar 2015 18:30
Patrekur búinn að koma Austurríkismönnum í sextán liða úrslitin Austurríkismenn eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitum á HM í handbolta í Katar eftir tólf marka sigur á Íran í fjórða leik sínum í dag, 38-26. 21. janúar 2015 15:39
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Varar við vanmati fyrir leik Austurríkis gegn Íran á HM í handbolta. 20. janúar 2015 15:30
Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23