Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2015 20:00 Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira