Naumur sigur Króata | Öruggt hjá Spánverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 19:36 Joan Cañellas skoraði þrjú mörk fyrir Spán gegn Túnis. vísir/getty Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00
Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22
Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn