Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2015 18:41 Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann. Bárðarbunga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Mikill kraftur er enn í eldgosinu norðan Dyngjujökuls og er fimmhundruð metra langur gígurinn orðinn með þeim fallegri á landinu, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Nýja hraunið er byrjað að renna yfir hið 88 ára gamla Þorvaldshraun og búið að eyða svokölluðum Flæðum og er líklegt að þar myndist nýtt lón næsta sumar.Click here for an English version. Starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans flugu að eldstöðinni á laugardag en myndir sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 tók Guðbergur Davíðsson kvikmyndatökumaður í ferðinni. Ljósmyndir með þessari frétt á Vísi tók Morten S. Riishuus, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir greinilegt að eitthvað hafi dregið úr gosinu frá því í desember en það hefur nú staðið samfellt yfir í fjóra og hálfan mánuð, frá því í lok ágústsmánaðar. „Það er ennþá mjög kröftugt gos í gangi. Ég hugsa að það sé nú ennþá einhversstaðar á bilinu 60 til 80 rúmmetrar á sekúndu sem eru að koma upp. Þannig að það er ennþá töluverð kvika,“ segir Ármann.Áætlað er að 60-80 rúmmetrar hrauneðju flæði úr gígnum á hverri sekúndu. Það er meira en meðalrennsli Blöndu.Jarðvísindastofnun/Morten Riishuus.Hraunár sem ekki sjást á yfirborði sjást á hitamyndavél undir hraunskel og á sumum stöðum vellur það upp á yfirborð úr þessum neðanjarðarhraunrásum. Í frétt Stöðvar 2 má sjá þetta fyrirbæri. Nýja hraunið þekur nú 84 ferkílómetra og er þegar búið að eyða svokölluðum Flæðum, sandflæmi sem bræðsluvatn af jöklinum flæddi áður um. Þá er það farið að renna yfir Þorvaldshraun sem kom upp í eldgosi í Öskju á árunum 1926 til 1930. Þetta þýðir að hraunið hefur nú stíflað vatnið sem áður rann um Flæðurnar og telur Ármann að þar geti myndast nýtt lón næsta sumar. Þá þrýstir hraunið kvíslum Jökulsár stöðugt austar og telur Ármann að þegar áin fari að renna aftur næsta vor þá fari hún í eystri kvíslina, sem liggur í átt að Kverkfjöllum. Menn eru því að verða vitni að miklum landbreytingum. Þannig er gígurinn óvenju víðfeðmur, 400-500 metra langur og um 70 metra hár. „Þetta er orðinn með fallegri gígum sem við eigum í landinu,“ segir Ármann.
Bárðarbunga Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira