20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2015 10:01 Björgunarsveitarmenn nærast á milli aðgerða í Súðavík i janúar 1995. Mynd/Brynjar Gauti Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman. Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman.
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01
Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01
Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00
Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13