Kúbumaðurinn í liði Katar skaut Slóvena í kaf Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 17:41 Rafael Capote skorar eitt af tólf mörkum sínum. vísir/afp Heimamenn í Katar virðast svo sannarlega búnir að setja saman flott handboltalið, en það tók sig til og lagði firnasterkt lið Slóvena, 31-29, í þriðju umferð A-riðils á HM í handbolta í dag. Slóvenar voru þremur mörkum yfir, 10-7, eftir fimmtán mínútna leik, en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum í röð og komust yfir, 11-10. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Katar. Katar komst í 24-20 þegar seinni hálfleik var hálfnaður, en þá fór slóvenska vörnin í gang sem og Gorazd Skof í markinu og var boðið upp á æsispennandi lokamínútur. Þar höfðu gestgjafarnir betur þökk sé Kúbumanninum Rafael Capote sem skoraði mikilvæg mörk, en hann skoraði í heildina tólf mörk í leiknum. Frábær leikur hjá honum. Kamalaldin Mallash bætti við sjö mörkum fyrir Katar en í liði Slóvena var Jure Dolenec markahæstur. Goran Stojanovic, markvörður Katar, var einnig sterkur á lokamínútunum og varði mikilvæg skot. Katar er með sex stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og heimsmeistarar Spánar. Þau eru í efstu tveimur sætum A-riðils. Í B-riðli er Makedónía einnig með fullt hús stig líkt og Króatía, en bæði lið unnu sína leiki í dag. Makedónía vann Bosníu, 25-22, þar sem helstu fréttir voru að Kiril Lazarov var ekki markahæstur í liði Makedóníumanna. Hann skoraði þrjú mörk en Dejan Manaskov var markahæstur með sex mörk. Króatar völtuðu yfir Íran, 41-22, þar sem Zlatko Horvat skoraði tólf mörk og Igor Karacic fimm mörk. Klukkan 18.00 mæta lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu liði Túnis í síðasta leik dagsins. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Heimamenn í Katar virðast svo sannarlega búnir að setja saman flott handboltalið, en það tók sig til og lagði firnasterkt lið Slóvena, 31-29, í þriðju umferð A-riðils á HM í handbolta í dag. Slóvenar voru þremur mörkum yfir, 10-7, eftir fimmtán mínútna leik, en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum í röð og komust yfir, 11-10. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Katar. Katar komst í 24-20 þegar seinni hálfleik var hálfnaður, en þá fór slóvenska vörnin í gang sem og Gorazd Skof í markinu og var boðið upp á æsispennandi lokamínútur. Þar höfðu gestgjafarnir betur þökk sé Kúbumanninum Rafael Capote sem skoraði mikilvæg mörk, en hann skoraði í heildina tólf mörk í leiknum. Frábær leikur hjá honum. Kamalaldin Mallash bætti við sjö mörkum fyrir Katar en í liði Slóvena var Jure Dolenec markahæstur. Goran Stojanovic, markvörður Katar, var einnig sterkur á lokamínútunum og varði mikilvæg skot. Katar er með sex stig eftir þrjá leiki, jafnmörg stig og heimsmeistarar Spánar. Þau eru í efstu tveimur sætum A-riðils. Í B-riðli er Makedónía einnig með fullt hús stig líkt og Króatía, en bæði lið unnu sína leiki í dag. Makedónía vann Bosníu, 25-22, þar sem helstu fréttir voru að Kiril Lazarov var ekki markahæstur í liði Makedóníumanna. Hann skoraði þrjú mörk en Dejan Manaskov var markahæstur með sex mörk. Króatar völtuðu yfir Íran, 41-22, þar sem Zlatko Horvat skoraði tólf mörk og Igor Karacic fimm mörk. Klukkan 18.00 mæta lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu liði Túnis í síðasta leik dagsins. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira