Finnur um Jón Arnór: Algjörlega laus við alla stæla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2015 06:00 Jón Arnór Stefánsson fagnar sætinu á EM með Loga Gunnarssyni. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins 2014 af Samtökum íþróttafréttamanna. Fréttablaðið fékk þrjá KR-þjálfara sem þekkja kappann vel til þess að segja sína skoðun á þessum frábæra leikmanni. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er aðstoðarþjálfari landsliðsins og vann með Jóni Arnóri að því að koma Íslandi á Evrópumótið 2015. „Það er hægt að telja upp ótal kosti sem Jón Arnór hefur enda frábær íþróttamaður og sönn fyrirmynd sem hefur rutt brautina fyrir körfuboltann á Íslandi og gefið ungum leikmönnum von og trú á að komast áfram í íþróttinni," segir Finnur. „Þó svo að margir hans kostir séu vel sjáanlegir á vellinum þá er tvennt sem maður hefur tekið eftir í gegnum tíðina. Annars vegar þessi rólega ára sem honum fylgir og hins vegar aðlögunarhæfni hans. Þrátt fyrir að vera skærasta stjarnan þá mætir hann alltaf inn á gólfið sem einfaldlega einn af strákunum, algjörlega laus við alla stæla. Hann er trúr sínu og heldur fast í ræturnar hérna heima," segir Finnur. „Jón Arnór hefur sýnt það í gegnum ferilinn að hann getur aðlagast vel þeim aðstæðum sem hann er í hverju sinni og því náð að festa sig í sessi í mörgum bestu deildum heimsins. Því miður virðist það vera fast í okkur að hampa alltaf þeim sem skora mest en íþróttalið snúast ekki bara um að skora heldur eru aðrir þættir nauðsynlegir fyrir lið til að ná árangri," segir Finnur. „Þetta veit Jón og í stað þess að reyna að baða sig alltaf í sviðsljósinu hefur hann tekið sín hlutverk og skilað þeim af sér í heimsklassa. Hvort sem það er varnarleikur eða annað þá hefur Jón sýnt það að hann á heima meðal þeirra bestu," segir Finnur að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins 2014 af Samtökum íþróttafréttamanna. Fréttablaðið fékk þrjá KR-þjálfara sem þekkja kappann vel til þess að segja sína skoðun á þessum frábæra leikmanni. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er aðstoðarþjálfari landsliðsins og vann með Jóni Arnóri að því að koma Íslandi á Evrópumótið 2015. „Það er hægt að telja upp ótal kosti sem Jón Arnór hefur enda frábær íþróttamaður og sönn fyrirmynd sem hefur rutt brautina fyrir körfuboltann á Íslandi og gefið ungum leikmönnum von og trú á að komast áfram í íþróttinni," segir Finnur. „Þó svo að margir hans kostir séu vel sjáanlegir á vellinum þá er tvennt sem maður hefur tekið eftir í gegnum tíðina. Annars vegar þessi rólega ára sem honum fylgir og hins vegar aðlögunarhæfni hans. Þrátt fyrir að vera skærasta stjarnan þá mætir hann alltaf inn á gólfið sem einfaldlega einn af strákunum, algjörlega laus við alla stæla. Hann er trúr sínu og heldur fast í ræturnar hérna heima," segir Finnur. „Jón Arnór hefur sýnt það í gegnum ferilinn að hann getur aðlagast vel þeim aðstæðum sem hann er í hverju sinni og því náð að festa sig í sessi í mörgum bestu deildum heimsins. Því miður virðist það vera fast í okkur að hampa alltaf þeim sem skora mest en íþróttalið snúast ekki bara um að skora heldur eru aðrir þættir nauðsynlegir fyrir lið til að ná árangri," segir Finnur. „Þetta veit Jón og í stað þess að reyna að baða sig alltaf í sviðsljósinu hefur hann tekið sín hlutverk og skilað þeim af sér í heimsklassa. Hvort sem það er varnarleikur eða annað þá hefur Jón sýnt það að hann á heima meðal þeirra bestu," segir Finnur að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins