Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 21:45 Dagur Sigurðsson vill án efa þagga niður í Daniel Stephan. vísir/getty Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan. HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira