Heldur sig réttu megin í tungumálinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. desember 2014 13:00 Friðrik Rafnsson „Mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk.“ Vísir/Daníel „Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“ Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira