Samrýnd og hittin systkini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2014 06:00 Tómas Heiðar Tómasson og Bergþóra Holton Tómasdóttir bregða á leik á dögunum. Vísir/Pjetur Tómas Heiðar Tómasson, 23 ára leikmaður karlaliðs Þórs úr Þorlákshöfn, og Bergþóra Holton Tómasdóttir, 20 ára leikmaður kvennaliðs KR, eiga fleira sameiginlegt en að hafa nýtt þriggja stiga skotin sín best af öllum leikmönnum Domino's-deildanna fyrir jól. Þau eru nefnilega systkini, börn Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, sem sjálf voru bæði A-landsliðsmenn á sínum tíma. Fréttablaðið hitti þessi hittnu systkini sem eru uppalin hjá Fjölni en skiptu bæði úr æskufélaginu þegar Fjölnisliðin féllu vorið 2013.Sumir með ákveðið forskot „Ég held að mikið af því sem tengist skothæfileikum sé eitthvað sem maður finnur og síðan pínu fæðist með. Það er alltaf hægt að bæta skotið meira og meira með því að æfa sig en sumir hafa kannski ákveðið forskot,“ segir Tómas Heiðar aðspurður hvort þetta sé í genunum. En hverju þakkar Bergþóra þessa góðu nýtingu? „Það fyrsta sem mér dettur í hug eru góðar skotæfingar frá því ég var lítil, hef alltaf verið með nokkuð gott skot. Annars er þetta bara æfing, skjóta nóg af þristum á æfingum og/eða fyrir og eftir æfingarnar,“ segir Bergþóra. Tómas hefur skorað 24 þrista og nýtt 50 prósent þriggja stiga skota sinna en Bergþóra hefur skorað 22 þrista og nýtt 39,3 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta er búið að vera mjög gott tímabil fyrir mig. Ég hef tek á mig aðeins meiri ábyrgð sóknarlega heldur en á síðasta tímabili eða bara áður í úrvalsdeildinni. Ég hef bara gaman af því,“ segir Tómas og hann hrósar liðsfélögum sínum: „Það skiptir miklu máli fyrir skotmenn að fá góð skot og það gerist bara þegar maður er með góða menn í kringum sig,“ segir Tómas. „Tímabilið byrjaði ekki alveg nógu vel hjá okkur KR-stelpunum, en við höfum bætt okkur með tímabilinu og verðum betri með hverjum degi. Ég er bjartsýn fyrir seinni hluta tímabilsins og mjög spennt,“ segir Bergþóra.Skemmtileg tilviljun Bergþóra og Tómas gleðjast bæði yfir góðu gengi hvort annars. „Þetta er skemmtileg tilviljun en svo er bara alltaf gaman þegar Tómasi gengur vel. Hann er búinn að eiga frábæra byrjun á tímabilinu og ég er mjög spennt að sjá hvað Þór kemst langt í deildinni þetta árið,“ segir Bergþóra. „Ég varð óvart góður skotmaður fyrst,“ rifjar Tómas upp í léttum tón. „Ég var alltaf langminnstur í yngri flokkunum og oft var það eina sem ég gat gert að skjóta til þess að skora. Ef ég fór inn í, þá var ég allt of lítill og allt of aumur til að klára eitthvað. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég varð góður skotmaður og svo fann maður það út þegar maður varð eldri að það hefur þvílíka kosti að vera góður skotmaður. Þá fór líka mikið af mínum æfingatíma í það að æfa skotið,“ segir Tómas. Tómas er að spila sitt fimmta tímabil í úrvalsdeildinni en hann vantar enn 109 þrista til að skora jafn margar þriggja stiga körfur og pabbi hans sem skoraði 290 í 319 leikjum frá 1981 til 2000. Bergþóra er komin fram úr mömmu sinni en hún hefur skorað samtals 78 þrista í 65 leikjum í úrvalsdeild. En hversu líkir leikmenn eru þau systkinin?Með svipaða takta „Ég myndi segja að við séum með svipaða takta inn á milli, en ólík á sinn hátt. Tómas er miklu betri varnarmaður og hefur alltaf verið en við erum greinilega bæði ágætar skyttur,“ segir Bergþóra í léttum tón og Tómas tekur undir þetta. „Ég held að við séum að mörgu leyti nokkuð svipaðir leikmenn. Ég treysti aðeins meira á skotið heldur en hún. Hún er á móti með aðeins betri boltatækni en ég, jafnhentari og getur því klárað meira með báðum höndum,“ segir Tómas. Bergþóra hrósar líka bróður sínum fyrir yfirvegun á vellinum. „Hann er yfirleitt mjög rólegur og yfirvegaður. Ekkert mikið fyrir að röfla í dómurum né öðrum leikmönnum,“ segir Bergþóra kímin.Kemur oft við eftir æfingar Þau segjast vera með mjög samrýnd og tala heilmikið saman um körfuboltann. „Við tölum mjög mikið saman. Ég á heima í Vesturbænum núna og Bergþóra kemur oft við hjá mér eftir æfingar. Við höfum oft rætt málin og þá erum við oft mikið að fara yfir andlegu hliðina, hvernig maður undirbýr sig fyrir leiki og hvernig hugsunarþátturinn þurfi að vera,“ segir Tómas. Foreldrar þeirra styðja líka vel við bakið á þeim. „Ég þarf ekki að leita langt til að fá ráðleggingar,“ segir Tómas og Bergþóra tekur undir það. „Foreldrar okkar eru mjög dugleg að mæta á leiki. Frá því að ég byrjaði í körfu þá held ég að ég hafi nánast alltaf haft annað hvort þeirra á leik hjá mér. Þau eru einnig mjög hjálpsöm eftir erfið töp og samgleðjast í sigurleikjum,“ segir Bergþóra. En hvort þeirra er betri skotmaður? „Ég, ég er rétthent. Nei, ég held að Tómas sé orðinn stöðugri skotmaður en ég, enda á ég þrjú ár til góða,“ segir Bergþóra létt að lokum.Fengu skotgengið frá pabba sínum Tómas Heiðar og Bergþóra Holton hafa körfuboltann í blóðinu enda voru báðir foreldrar á fullu í efstu deild á sínum tíma. Bergþóra er fljót að svara aðspurð að því hvort þau hafi fengið skotgenið frá mömmu eða pabba. „Pabba okkar – „ekki spurning“ segir mamma. Hann var mjög góður leikstjórnandi á sínum tíma og mjög stöðugur skotmaður,“ segir Bergþóra. „Pabbi var leikstjórnandi og kannski líkari Bergþóru sem leikmaður. Fyrir utan líkamsburðina þá var hann í minningunni ekkert mjög líkur mér sem leikmaður. Hann var miklu meiri leikstjórnandi heldur en ég,“ segir Tómas. „Ég held að ég sé betri skytta en þau bæði. Eitt sem mamma hafði þegar hún var á fullu voru líkamlegir yfirburðir og hún var þvílíkur baráttuhundur. Ég held að það sé eitthvað sem hún hafði fram yfir mig og ég mætti kannski aðeins taka hana meira til fyrirmyndar og reyna að vera meira allt í öllu. Maður þarf að vera í svakalega góðu formi til þess að geta verið þannig leikmaður,“ segir Tómas. Tómas Holton spilaði stærsta hluta ferils síns með Val en hann var einnig spilandi þjálfari Skallagríms í nokkur ár. Anna Björk lék með ÍS en hún spilaði sjö A-landsleiki frá 1987 til 1989. Tómas spilaði 57 A-landsleiki, þann síðasta árið 1992. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson, 23 ára leikmaður karlaliðs Þórs úr Þorlákshöfn, og Bergþóra Holton Tómasdóttir, 20 ára leikmaður kvennaliðs KR, eiga fleira sameiginlegt en að hafa nýtt þriggja stiga skotin sín best af öllum leikmönnum Domino's-deildanna fyrir jól. Þau eru nefnilega systkini, börn Tómasar Holton og Önnur Bjarkar Bjarnadóttur, sem sjálf voru bæði A-landsliðsmenn á sínum tíma. Fréttablaðið hitti þessi hittnu systkini sem eru uppalin hjá Fjölni en skiptu bæði úr æskufélaginu þegar Fjölnisliðin féllu vorið 2013.Sumir með ákveðið forskot „Ég held að mikið af því sem tengist skothæfileikum sé eitthvað sem maður finnur og síðan pínu fæðist með. Það er alltaf hægt að bæta skotið meira og meira með því að æfa sig en sumir hafa kannski ákveðið forskot,“ segir Tómas Heiðar aðspurður hvort þetta sé í genunum. En hverju þakkar Bergþóra þessa góðu nýtingu? „Það fyrsta sem mér dettur í hug eru góðar skotæfingar frá því ég var lítil, hef alltaf verið með nokkuð gott skot. Annars er þetta bara æfing, skjóta nóg af þristum á æfingum og/eða fyrir og eftir æfingarnar,“ segir Bergþóra. Tómas hefur skorað 24 þrista og nýtt 50 prósent þriggja stiga skota sinna en Bergþóra hefur skorað 22 þrista og nýtt 39,3 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta er búið að vera mjög gott tímabil fyrir mig. Ég hef tek á mig aðeins meiri ábyrgð sóknarlega heldur en á síðasta tímabili eða bara áður í úrvalsdeildinni. Ég hef bara gaman af því,“ segir Tómas og hann hrósar liðsfélögum sínum: „Það skiptir miklu máli fyrir skotmenn að fá góð skot og það gerist bara þegar maður er með góða menn í kringum sig,“ segir Tómas. „Tímabilið byrjaði ekki alveg nógu vel hjá okkur KR-stelpunum, en við höfum bætt okkur með tímabilinu og verðum betri með hverjum degi. Ég er bjartsýn fyrir seinni hluta tímabilsins og mjög spennt,“ segir Bergþóra.Skemmtileg tilviljun Bergþóra og Tómas gleðjast bæði yfir góðu gengi hvort annars. „Þetta er skemmtileg tilviljun en svo er bara alltaf gaman þegar Tómasi gengur vel. Hann er búinn að eiga frábæra byrjun á tímabilinu og ég er mjög spennt að sjá hvað Þór kemst langt í deildinni þetta árið,“ segir Bergþóra. „Ég varð óvart góður skotmaður fyrst,“ rifjar Tómas upp í léttum tón. „Ég var alltaf langminnstur í yngri flokkunum og oft var það eina sem ég gat gert að skjóta til þess að skora. Ef ég fór inn í, þá var ég allt of lítill og allt of aumur til að klára eitthvað. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég varð góður skotmaður og svo fann maður það út þegar maður varð eldri að það hefur þvílíka kosti að vera góður skotmaður. Þá fór líka mikið af mínum æfingatíma í það að æfa skotið,“ segir Tómas. Tómas er að spila sitt fimmta tímabil í úrvalsdeildinni en hann vantar enn 109 þrista til að skora jafn margar þriggja stiga körfur og pabbi hans sem skoraði 290 í 319 leikjum frá 1981 til 2000. Bergþóra er komin fram úr mömmu sinni en hún hefur skorað samtals 78 þrista í 65 leikjum í úrvalsdeild. En hversu líkir leikmenn eru þau systkinin?Með svipaða takta „Ég myndi segja að við séum með svipaða takta inn á milli, en ólík á sinn hátt. Tómas er miklu betri varnarmaður og hefur alltaf verið en við erum greinilega bæði ágætar skyttur,“ segir Bergþóra í léttum tón og Tómas tekur undir þetta. „Ég held að við séum að mörgu leyti nokkuð svipaðir leikmenn. Ég treysti aðeins meira á skotið heldur en hún. Hún er á móti með aðeins betri boltatækni en ég, jafnhentari og getur því klárað meira með báðum höndum,“ segir Tómas. Bergþóra hrósar líka bróður sínum fyrir yfirvegun á vellinum. „Hann er yfirleitt mjög rólegur og yfirvegaður. Ekkert mikið fyrir að röfla í dómurum né öðrum leikmönnum,“ segir Bergþóra kímin.Kemur oft við eftir æfingar Þau segjast vera með mjög samrýnd og tala heilmikið saman um körfuboltann. „Við tölum mjög mikið saman. Ég á heima í Vesturbænum núna og Bergþóra kemur oft við hjá mér eftir æfingar. Við höfum oft rætt málin og þá erum við oft mikið að fara yfir andlegu hliðina, hvernig maður undirbýr sig fyrir leiki og hvernig hugsunarþátturinn þurfi að vera,“ segir Tómas. Foreldrar þeirra styðja líka vel við bakið á þeim. „Ég þarf ekki að leita langt til að fá ráðleggingar,“ segir Tómas og Bergþóra tekur undir það. „Foreldrar okkar eru mjög dugleg að mæta á leiki. Frá því að ég byrjaði í körfu þá held ég að ég hafi nánast alltaf haft annað hvort þeirra á leik hjá mér. Þau eru einnig mjög hjálpsöm eftir erfið töp og samgleðjast í sigurleikjum,“ segir Bergþóra. En hvort þeirra er betri skotmaður? „Ég, ég er rétthent. Nei, ég held að Tómas sé orðinn stöðugri skotmaður en ég, enda á ég þrjú ár til góða,“ segir Bergþóra létt að lokum.Fengu skotgengið frá pabba sínum Tómas Heiðar og Bergþóra Holton hafa körfuboltann í blóðinu enda voru báðir foreldrar á fullu í efstu deild á sínum tíma. Bergþóra er fljót að svara aðspurð að því hvort þau hafi fengið skotgenið frá mömmu eða pabba. „Pabba okkar – „ekki spurning“ segir mamma. Hann var mjög góður leikstjórnandi á sínum tíma og mjög stöðugur skotmaður,“ segir Bergþóra. „Pabbi var leikstjórnandi og kannski líkari Bergþóru sem leikmaður. Fyrir utan líkamsburðina þá var hann í minningunni ekkert mjög líkur mér sem leikmaður. Hann var miklu meiri leikstjórnandi heldur en ég,“ segir Tómas. „Ég held að ég sé betri skytta en þau bæði. Eitt sem mamma hafði þegar hún var á fullu voru líkamlegir yfirburðir og hún var þvílíkur baráttuhundur. Ég held að það sé eitthvað sem hún hafði fram yfir mig og ég mætti kannski aðeins taka hana meira til fyrirmyndar og reyna að vera meira allt í öllu. Maður þarf að vera í svakalega góðu formi til þess að geta verið þannig leikmaður,“ segir Tómas. Tómas Holton spilaði stærsta hluta ferils síns með Val en hann var einnig spilandi þjálfari Skallagríms í nokkur ár. Anna Björk lék með ÍS en hún spilaði sjö A-landsleiki frá 1987 til 1989. Tómas spilaði 57 A-landsleiki, þann síðasta árið 1992.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira