Snæfellsstúlkur slógu við KR-piltum árið 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2014 06:00 Páll Óskar syngur hér fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara í vor. Fréttablaðið/ÓskarÓ Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Sjá meira
Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Sjá meira