Hymnodia og Sigurður Flosason í Akureyrarkirkju Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 21:00 Hymnodia Tónleikar kammerkórsins eru fastur liður í jólaundirbúningi á Akureyri. Mynd/Daníel Starrason Hinir árlegu jólatónleikar Hymnodiu og Sigurðar Flosasonar verða haldnir í Akureyrarkirkju mánudaginn 22. desember klukkan 21. Í ár spilar saxófónleikarinn Sigurður Flosason með Hymnodiu. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og slagverkshljóðfæri. Stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson, mun spila á harmóníumorgel. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt. Í tilkynningu kemur fram að jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu hafi ávallt verið gríðarlega vel sóttir og að á þeim sé sköpuð kyrrlát stemning, slökkt á raflýsingu kirkjunnar, ekkert talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir myndi því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geti látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hinir árlegu jólatónleikar Hymnodiu og Sigurðar Flosasonar verða haldnir í Akureyrarkirkju mánudaginn 22. desember klukkan 21. Í ár spilar saxófónleikarinn Sigurður Flosason með Hymnodiu. Hann mun spila á ýmis blásturshljóðfæri sem og slagverkshljóðfæri. Stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson, mun spila á harmóníumorgel. Á tónleikunum verða eingöngu flutt íslensk jólalög, bæði gömul og ný, vel þekkt og óþekkt. Í tilkynningu kemur fram að jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu hafi ávallt verið gríðarlega vel sóttir og að á þeim sé sköpuð kyrrlát stemning, slökkt á raflýsingu kirkjunnar, ekkert talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir myndi því klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geti látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira