Alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson jafnaði árangur Guðmundar Gunnarssonar frá árinu 1971 en Sebastian Alexandersson á metið. Vísir/Vilhelm Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að kom út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Sjá meira