Alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson jafnaði árangur Guðmundar Gunnarssonar frá árinu 1971 en Sebastian Alexandersson á metið. Vísir/Vilhelm Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita