Lög sem fólk vill heyra á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2014 16:15 Hópurinn ætlar meðal annars að flytja norræn jólalög, ítalskar barokkaríur og verk eftir Mozart. „Þetta eru árlegir tónleikar í litlu kirkjunni okkar hér í Mosfellsdal, þar ætla ég að syngja með blásarasextett. Við erum þar nú átjándu aðventuna í röð,“ Þetta segir söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, jafnvel betur þekkt sem Diddú, um tónleika í Mosfellskirkju á morgun, 9. desember klukkan 20. Hópurinn samanstendur af tveimur klarínettleikurum, tveimur fagottleikurum, tveimur hornleikurum og að sjálfsögðu Diddú. „Dagskráin er fjölbreytileg og hátíðleg,“ lofar hún. „Þar verða meðal annars norræn jólalög, ítalskar barokkaríur, gamall íslenskur sálmur, verk eftir Mozart og fleiri lög sem fólk vill heyra á aðventunni!“ Diddú segir tvo úr hópnum útsetja öll lögin og gæti þar ýmissa aðgengilegra söngva sem alla jafna heyrist ekki. „Annar útsetjaranna dvaldi í Vínarborg síðastliðið ár við grúsk á söfnum borgarinnar og nærliggjandi landa og fann ýmislegt sem verður flutt á tónleikunum,“ segir hún og getur þess að miðar séu seldir á skrifstofu Mosfellsbæjar og við innganginn. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru árlegir tónleikar í litlu kirkjunni okkar hér í Mosfellsdal, þar ætla ég að syngja með blásarasextett. Við erum þar nú átjándu aðventuna í röð,“ Þetta segir söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, jafnvel betur þekkt sem Diddú, um tónleika í Mosfellskirkju á morgun, 9. desember klukkan 20. Hópurinn samanstendur af tveimur klarínettleikurum, tveimur fagottleikurum, tveimur hornleikurum og að sjálfsögðu Diddú. „Dagskráin er fjölbreytileg og hátíðleg,“ lofar hún. „Þar verða meðal annars norræn jólalög, ítalskar barokkaríur, gamall íslenskur sálmur, verk eftir Mozart og fleiri lög sem fólk vill heyra á aðventunni!“ Diddú segir tvo úr hópnum útsetja öll lögin og gæti þar ýmissa aðgengilegra söngva sem alla jafna heyrist ekki. „Annar útsetjaranna dvaldi í Vínarborg síðastliðið ár við grúsk á söfnum borgarinnar og nærliggjandi landa og fann ýmislegt sem verður flutt á tónleikunum,“ segir hún og getur þess að miðar séu seldir á skrifstofu Mosfellsbæjar og við innganginn.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira