Hefur þú eitthvað að fela? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2014 09:00 visir/getty Til eru margar tegundir hyljara og úrvalið er endalaust. Eins og nafnið gefur til kynna eru hyljarar til þess fallnir að hylja dökka tóna á húð, bólur, ör og aðrar misfellur á húðinni. Mikilvægt er að velja hyljara sem hentar því sem hann er ætlaður í og fellur vel að húðlit.Hér koma nokkur góð ráð þegar kemur að notkun hyljara:Það er eins með hyljara og annan farða að það er mikilvægt að næra húðina áður en hann er settur á. Gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð er algjörlega nauðsynlegt sem fyrsta skref fyrir fallegt og frísklegt útlit.Til þess að fela bauga undir augum er gott að nota ferskju- eða rauðtónahyljara til þess að vega á móti blámanum undir augunum. Hyljari sem þú notar til að hylja bauga þarf að vera þunnur og rakagefandi, ef hann er of þurr getur hann ýkt eða myndað hrukkur undir augum.Til þess að fela mikinn roða eftir sólbruna er gott að byrja á að bera á sig rakagefandi krem. Bera svo hyljara án ilmefna á húðina varlega með mjög mjúkum bursta.Á bólur er gott að nota örlítið þykkari og þurrari hyljara sem haldast vel á húðinni yfir daginn. Til þess að fela bólurnar og annan roða á húð virkar vel að nota græn- og gultónahyljara til þess að vinna á móti roðanum og setja svo farða sem passar húðlitnum yfir.Til þess að fá frísklegra útlit án mikillar fyrirhafnar og án þess að bera farða á allt andlitið er hægt að bera þunnan hyljara á augnlok og undir augu og fela þannig æðabláma og roða. Heilsa Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning
Til eru margar tegundir hyljara og úrvalið er endalaust. Eins og nafnið gefur til kynna eru hyljarar til þess fallnir að hylja dökka tóna á húð, bólur, ör og aðrar misfellur á húðinni. Mikilvægt er að velja hyljara sem hentar því sem hann er ætlaður í og fellur vel að húðlit.Hér koma nokkur góð ráð þegar kemur að notkun hyljara:Það er eins með hyljara og annan farða að það er mikilvægt að næra húðina áður en hann er settur á. Gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð er algjörlega nauðsynlegt sem fyrsta skref fyrir fallegt og frísklegt útlit.Til þess að fela bauga undir augum er gott að nota ferskju- eða rauðtónahyljara til þess að vega á móti blámanum undir augunum. Hyljari sem þú notar til að hylja bauga þarf að vera þunnur og rakagefandi, ef hann er of þurr getur hann ýkt eða myndað hrukkur undir augum.Til þess að fela mikinn roða eftir sólbruna er gott að byrja á að bera á sig rakagefandi krem. Bera svo hyljara án ilmefna á húðina varlega með mjög mjúkum bursta.Á bólur er gott að nota örlítið þykkari og þurrari hyljara sem haldast vel á húðinni yfir daginn. Til þess að fela bólurnar og annan roða á húð virkar vel að nota græn- og gultónahyljara til þess að vinna á móti roðanum og setja svo farða sem passar húðlitnum yfir.Til þess að fá frísklegra útlit án mikillar fyrirhafnar og án þess að bera farða á allt andlitið er hægt að bera þunnan hyljara á augnlok og undir augu og fela þannig æðabláma og roða.
Heilsa Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning