Spjalla saman um tækni, heimslist og menningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 13:30 Listakonurnar Inga Elín, Ingunn Erna, Guðrún og Ragnheiður. Á myndina vantar Áslaugu og Unni. Vísir/GVA „Við vinnum allar við leirinn að staðaldri en sumar eru jafnframt í launavinnu annars staðar. Verkin okkar eru aðallega skúlptúrar og nytjahlutir,“ segir Ingunn Erna Stefánsdóttir, ein þeirra sex kvenna sem eru með opnar vinnustofur um helgina í SÍM-húsinu að Seljavegi 32. Skyldu þær verða með rennibekkina í gangi og leirinn upp að olnbogum? „Nei, ekki að þessu sinni en við verðum allar á staðnum,“ svarar hún. „Vinnustofurnar verða með öðru yfirbragði en þegar við tökum á móti gestum á Degi myndlistar í byrjun nóvember. Þá mótum við, rennum eða glerjum muni, erum sem sagt í vinnunni.“ Leirlistakonurnar eru Áslaug Höskuldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. „Við vinnum mjög ólíkt þó við séum með svipaða grunnmenntun.Tækniaðferðirnar eru mismunandi þó leirinn sé aðalefnið,“ segir Ingunn Erna. Margir þættir myndlistar skarast í leirvinnslunni að sögn Ingunnar Ernu. Því þykir þeim stöllum gott að vera í SÍM-húsinu og geta deilt kunnáttu sinni og hugmyndum. „Það er frábært að geta spjallað saman um tækni, heimslistina og menningarmál almennt því í húsinu eru 50 vinnustofur og auk þess gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn og samgangur á milli,“ segir Ingunn Erna. Í dag verður opið hjá listakonunum milli 16 og 20 og á morgun og sunnudag milli 12 og 16. Reynir Jónasson ætlar að mæta með harmóníkuna klukkan 18 í dag og leika ljúfa tóna. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við vinnum allar við leirinn að staðaldri en sumar eru jafnframt í launavinnu annars staðar. Verkin okkar eru aðallega skúlptúrar og nytjahlutir,“ segir Ingunn Erna Stefánsdóttir, ein þeirra sex kvenna sem eru með opnar vinnustofur um helgina í SÍM-húsinu að Seljavegi 32. Skyldu þær verða með rennibekkina í gangi og leirinn upp að olnbogum? „Nei, ekki að þessu sinni en við verðum allar á staðnum,“ svarar hún. „Vinnustofurnar verða með öðru yfirbragði en þegar við tökum á móti gestum á Degi myndlistar í byrjun nóvember. Þá mótum við, rennum eða glerjum muni, erum sem sagt í vinnunni.“ Leirlistakonurnar eru Áslaug Höskuldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Unnur Sæmundsdóttir. „Við vinnum mjög ólíkt þó við séum með svipaða grunnmenntun.Tækniaðferðirnar eru mismunandi þó leirinn sé aðalefnið,“ segir Ingunn Erna. Margir þættir myndlistar skarast í leirvinnslunni að sögn Ingunnar Ernu. Því þykir þeim stöllum gott að vera í SÍM-húsinu og geta deilt kunnáttu sinni og hugmyndum. „Það er frábært að geta spjallað saman um tækni, heimslistina og menningarmál almennt því í húsinu eru 50 vinnustofur og auk þess gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn og samgangur á milli,“ segir Ingunn Erna. Í dag verður opið hjá listakonunum milli 16 og 20 og á morgun og sunnudag milli 12 og 16. Reynir Jónasson ætlar að mæta með harmóníkuna klukkan 18 í dag og leika ljúfa tóna.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira